Gull og grænir skógar

Óhætt má taka undir með skáldinu Einari Benediktssyni þegar hann orkti í Herdísarvík 1934: Gengi er valt, þá fé er falt
fagna skalt í hljóði.

Þá var svo komið hjá skáldinu að allar skýjaborgirnar voru hrundar, öll áform hans um gull og græna skóga runnin út í sandinn. Örbirgð mikil og auð misskipt.

Vaxandi og stígandi lukka er best en ekki skyndigróði þá allt er falt.

Þegar hlutabréfin falla, leitar markaðurinn uppi að lokum það raunverulega verð sem þau eru virt. Kannski þegar framboð er meira en eftirspurn getur eðlilega orðið til góð kauptækifæri. Nú er t.d. svo komið að Spron er núna komin í um 35% hæsta markaðsverð sem var fyrir um hálfu ári síðan. Og Exista hefur einnig fallið um nálægt sama hlutfall. Kaupþing fallið um 40% en aðrir bankar e-ð minna.

Spurning er hvernig uppgjör ársins 2007 verður hjá fyrirtækjunum. Flest bendir til að reksturinn sé í blóma en álitamál hvernig framhaldið verður.

Mosi 


mbl.is Fjárfestar milli vonar og ótta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Kannski á við brot út kvæði að mig minnir eftir Jón próf. Helgason:

Að geyma gull er valt / ég gæti misst það allt / til eignar einum þiofe / með angur þúsundfalt…

Sigurður Hreiðar, 22.1.2008 kl. 23:34

2 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Ég verð nú að bæta við einni vísu sem mamma kenndi mér um gullið þó það sé reyndar hliðartenging:

það er dauði og djöfuls nauð

er dyggðasnauðir fantar

safna auð með augun rauð

er aðra brauðið vantar.

María Kristjánsdóttir, 22.1.2008 kl. 23:56

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þessi vísa sem Sigurður nefnir þekkir Mosi ekki.

Vísan sem María nefnir er sögð hafa verið orkt af Sigurði Breiðfjörð. Tilefnið var að Sigurður biður Stefán bróður sinn Eiríksson um peningalán. Hann sem synjaði og þá varð Sigurði þessi vísa. Stefán kvað á móti:

Þótt Breiðfjörð mikið berist í/ og biðji kvenna í hrönnum./ Undir mígur seggur sá/ samt hjá tignarmönnum.

Af Stefáni bróður Sigurðar fer fáum sögum enda hefur hann fallið í skuggann af bróður sínum. En greinilegt er af vísu þessari að hann hefur einnig verið skáld gott.

Heimild Mosa er: http://skjalasafn.skagafjordur.is/lausavisur/visur.php?VID=13164

Á þessari heimasíðu er mikill sægur lausavísna sem gott er að vita af.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 23.1.2008 kl. 08:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband