22.1.2008 | 09:16
Gull og grænir skógar
Óhætt má taka undir með skáldinu Einari Benediktssyni þegar hann orkti í Herdísarvík 1934: Gengi er valt, þá fé er falt
fagna skalt í hljóði.
Þá var svo komið hjá skáldinu að allar skýjaborgirnar voru hrundar, öll áform hans um gull og græna skóga runnin út í sandinn. Örbirgð mikil og auð misskipt.
Vaxandi og stígandi lukka er best en ekki skyndigróði þá allt er falt.
Þegar hlutabréfin falla, leitar markaðurinn uppi að lokum það raunverulega verð sem þau eru virt. Kannski þegar framboð er meira en eftirspurn getur eðlilega orðið til góð kauptækifæri. Nú er t.d. svo komið að Spron er núna komin í um 35% hæsta markaðsverð sem var fyrir um hálfu ári síðan. Og Exista hefur einnig fallið um nálægt sama hlutfall. Kaupþing fallið um 40% en aðrir bankar e-ð minna.
Spurning er hvernig uppgjör ársins 2007 verður hjá fyrirtækjunum. Flest bendir til að reksturinn sé í blóma en álitamál hvernig framhaldið verður.
Mosi
Fjárfestar milli vonar og ótta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kannski á við brot út kvæði að mig minnir eftir Jón próf. Helgason:
Að geyma gull er valt / ég gæti misst það allt / til eignar einum þiofe / með angur þúsundfalt…
Sigurður Hreiðar, 22.1.2008 kl. 23:34
Ég verð nú að bæta við einni vísu sem mamma kenndi mér um gullið þó það sé reyndar hliðartenging:
það er dauði og djöfuls nauð
er dyggðasnauðir fantar
safna auð með augun rauð
er aðra brauðið vantar.
María Kristjánsdóttir, 22.1.2008 kl. 23:56
Þessi vísa sem Sigurður nefnir þekkir Mosi ekki.
Vísan sem María nefnir er sögð hafa verið orkt af Sigurði Breiðfjörð. Tilefnið var að Sigurður biður Stefán bróður sinn Eiríksson um peningalán. Hann sem synjaði og þá varð Sigurði þessi vísa. Stefán kvað á móti:
Þótt Breiðfjörð mikið berist í/ og biðji kvenna í hrönnum./ Undir mígur seggur sá/ samt hjá tignarmönnum.
Af Stefáni bróður Sigurðar fer fáum sögum enda hefur hann fallið í skuggann af bróður sínum. En greinilegt er af vísu þessari að hann hefur einnig verið skáld gott.
Heimild Mosa er: http://skjalasafn.skagafjordur.is/lausavisur/visur.php?VID=13164
Á þessari heimasíðu er mikill sægur lausavísna sem gott er að vita af.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 23.1.2008 kl. 08:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.