Læknir tekur við af lækni

Margt gott er um nýja málefnasamning nýja meirihlutans í Reykjavík að segja. Þar er hnykkt betur á þeim stefnumótun sem taka hefur þurft á í framkvæmdum og sýn til framtíðar. Óskandi er að miðbærinn og eldri hluti Reykjavíkur verði varðveittur í þeirri mynd sem nær upphafinu er, en óskipulögðu samansafni húsa sem einkennist af mikilli sundurgerð og húsagerð sem er æpandi á það eldra sem fyrir er.

Eðlilegt er að Ólfafur F. sé núna í sviðsljósinu enda er hann ekki aðeins lykillinn að þessum meirihluta, heldur einnig helsti veikleiki hans. Hann má ekki forfallast undir neinum kringumstæðum og því þykir mörgum hann færast nokkuð mikið í fang, jafnvel reisa sér hurðarás um öxl. En verður ekki að vona það besta?

Nú verður væntanlega skipt um gír í borgarstjórninni. Nú er fátt því til fyrirstöðu að Sjálfstæðisflokkurinn taki aftur upp REI málið að nýju og leiði það áfram með þeirri varkárni sem Ólafur F. vill gjarnan sýna í því máli.

Ef þessi meirihluti spryngur eins og sá fyrri, þá ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að Dagur læknir taki aftur við. Að mörgu leyti er það prýðilegt að læknar fari með æðstu stjórn Reykjavíkur enda sjá þeir mjög heildstætt yfir það sem gera þarf líkt og verkfræðingar en að sjálfsögðu á gjörólíkan hátt.

Mosi


mbl.is F-listi og D-listi í samstarf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Morten Lange

Vonandi er Ólafur  í alvöru að hugsa um heilsu ohg umhverfi íbúa og í alævöru lýðræðis- og rökræðusinni.  Ég tel að margir sérfræðingar um skipulga og um heilbrigðar samgöngur geta útvikkað sjóndeildarhringnum töluvert hjá honum og D-listamenn.  Ef að þeir bara vildu hlusta og ræða málin einu sinni.

Morten Lange, 22.1.2008 kl. 13:28

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Já það væri óskandi. En því miður verður að segja, ýmislegt bendir til að hann sé leiksoppur valdabaráttu vissra stjórnmálamanna því ekkert bendir til annars en að hann verði borgarstjóri á mjög veikum og brothættum grunni.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 23.1.2008 kl. 08:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 243409

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband