Merk tímamót

Merk tímamót urðu þegar konur voru kosnar í bæjarstjórn Reykjavíkur. Þær komu með ný viðhorf sem komu mörgu vel til leiðar. Í einu mikilsverðu máli yfirsást þeim þó en það var ákvörðun um að byggja gasstöð í Reykjavík en uppi voru áform að virkja Elliðaárnar. Vegna fyrri heimsstyrjalarinnar tók að miklu leyti fyrir kolainnflutning til landsins og varð þá Gastöðin ekki það fyrirtæki sem gat sinnt þeim væntingum til til hennar ver gerð. Nokkru eftir heimsstyrjöldina var hafist handa við virkjun Elliðaánna sem kunnugt er og mun sú stöð anna í dag með sínum 2 MW nær götulýsingu á höfuðborgarsvæðinu.

Mosi


mbl.is 100 ár frá því fyrstu konur settust í borgarstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Hæ!

Er þetta svona stórmerkilegt? Það er ekki nema 99 ár síðan fyrsti karlmaðurinn varð borgarstjóri í Reykjavík...

Jón Bragi Sigurðsson, 22.1.2008 kl. 21:27

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

100 ár á þessu ári eru frá því að fyrsti borgarstjórinn var kjörinn. Þann 7. maí 1908 var Páll Einarsson sem var sýslumaður Gullbringu- og Kjósarsýslu og búsettur í Hafnarfirði kjörinn borgarstjóri til 6 ára.

Fyrir 100 árum voru Reykvíkingar álíka margir og nú búa í Mosfellsbæ!

Athygli vekur að þá voru allir bæjarfulltrúar Reykjavíkur 15 að tölu kjörnir í einu en áður hafði bæjarstjórn verið kjörin að hluta hverju sinni. Einnig vekur athygli að bæjarfulltrúum (borgarfulltrúum) ekki verið fjölgað utan að 1982-1986 hafði þeim verið fjölgað í 21 þegar fyrsti vinstri meiristjórnarhlutinn ákvað það. Frá þessu hvarf Davíð Oddsson þegar hann varð borgarstjóri vorið 1982 en hann vildi gjarnan stýra borginni sem mest með miðstjórnarbrag. Yfirskinið var sparnaðaur en auðvitað helgaði tilgangurinn meðalið! Dabbi var kominn í bæinn!

Við myndun meirihluta er mjög vandasamt þegar borgarfulltrúar eru ekki fleiri en nú er. Stjórnkerfið verður miklu stirðara enda er flokksræðið mikill hemill á góða og farsæla lýðræðislega stjórnun. Of mikið álag er á einstaka menn sem jafnvel kikna undan því.

Ef sama hlutfall ætti að vera á fjölda borgarfulltrúa og fyrir 100 árum þyrftu borgarfulltrúar að vera núna um 200! Það er auðvitað of mikið en eðlilegt væri að fjölga þeim í t.d. 35.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 23.1.2008 kl. 08:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband