Mismunandi fjárfestingasjónarmið

Við sjáum að þarna kemur fram mjög mismunandi sjónarmið við fjárfestingu. Annars vegar er allt of algengt að fjárfestar vilji hala inn skyndigróða en sitji síðan uppi með tap vegna þess að þeir þurftu að selja aftur til að geta staðið í skilum. Uppgangur íslenska hlutabréfamarkaðarins á undanförnum árum er vegna þessara sjónarmiða: fjárfest er með nokkurri vissu að hlutabréfin sem keypt voru hækki verulega. Þá gerist það að vegna einhverra óvæntra atvika verður til gríðarlegur lánsfjárskortur og þá verður til það sem nefnt hefur verið skortsala. Fjárfestar hafa fjárfest fyrir lánsfé og bankarnir hafa tekið hlutina að veði. Þá gerist það að hlutabréf rýrna í verði og þar með veðið. Keðja niðursveiflu á hlutafé verður þegar bankarnir vilja fá lánsféð til baka eða betri veð.

Langtímafjárfestirinn er ekki að hugsa um þessar sveiflur. Hann á hlutabréfin jafnvel alveg skuldlaus og er því rólegur þó svo aðveruleg lækkun verði á þeim. Hann bíður rólegur, fjárfestir e.t.v. smávegis og einhvern tíma kemur að því að Eyjólfur hressist svo framarlega sem fyrirtækin séu rekin með einhverju viti og að fjárhagur þeirra og umsvif eru nægjanlega traust. Langtímafjárfestirinn kemur yfirleitt betur út í sínum fjárfestingum en braskarinn sem kaupir og selur, oft mjög tilviljanakennt, hann kannski græðir um stund en tapið verður oft margfalt meira.

Mosi


mbl.is FL Group hefur selt í Commerzbank
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Eggertsson

Athugasemd þín á bloggið mitt var svo uppfull af jákvæðni og manngæsku að helst vildum við fjölskyldan að þú tækir okkur í fóstur.

Sigurður Eggertsson, 16.1.2008 kl. 14:43

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sæll Sigurður

Vonum aðeins að þið náið að finna lausn á þessum vandkvæðum. Það hlýtur að vera einhver skýring á þessu.

Kveðja

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 16.1.2008 kl. 16:32

3 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Þú minnir mig á að það fer verða nauðsynlegt að sækja einsog hálf þjóðin einhver námskeið í viðskiptafræði! En annars sögðu ekki bandaríkjamenn erinhvern tímann í fyrra að Hannes væri verðbréfasali ekki fjárfestir?

María Kristjánsdóttir, 17.1.2008 kl. 08:31

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Gott er að hafa einhverja lágmarksþekkingu í þessum málum. Jafnvel fjárfestar sem sagðir eru fundvísir á fólgið fé, verða oft fyrir skakkaföllum ekki síður en hinir.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 17.1.2008 kl. 10:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband