Valdið spillir

Sigurður Líndal hittir naglann beint á höfðuð þegar hann segir að ofsatrúarhópur sé núna við stjórnvölinn á Sjálfstæðisflokknum (sjá grein hans í Fréttablaðinu í dag, 15.1.). Völdin spilla og nú fer að verða nóg af því góða. Valdagleðin er að hlaupa með menn í gönur. Ef áfram heldur sem fram horfir, verður lýðræði á Íslandi aðeins til í sögubókum.

Óskandi er að næsti landsfundur Sjálfstæðisflokksins finni og velji betri og lýðræðissinnaðri stjórnendur en þá sem nú virðast ráða ferðinni. Þeir virðast ekki kunna sér hóf og þeir hafa farið og oft langt yfir strikið.

Mosi


mbl.is Embættisveitingar innan marka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Orð Sigurðar vega þungt,  því að hann er að gefa einkunn því sem snýr að embættisfærslum flokksbræðra hans og vina.  Það sama má reyndar segja um gagnrýni eins matsnefndarmanna,  Péturs Kr. Hafstein.  Drengurinn sem málið snýst um,  Þorsteinn Davíðsson,  var launaður starfsmaður forsetaframboðs Péturs.  Það er ágætur vinskapur á milli þeirra.  En Pétur er það heiðarlegur fagmaður að hann fordæmir lágkúrulega embættisfærslu Árna.

Jens Guð, 15.1.2008 kl. 22:38

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Pétur hefur ætíð þótt mjög nákvæmur embættismaður. Þegar hann var sýslumaður á Ísafirði hefði mátt segja um embættisfærslu hans á svipaðan hátt og þegar sýslumannsembættið var tekið út öld áður en þá var sá frægi Skúli Thoroddsen þar: Optima forme - í besta ástandi! Störf hans í Hæstarétti þóttu vönduð enda var hann mjög farsæll í sínu embætti.

Einhverjir gárungar meðal júrista höfðu einhverjar glósur á hann sem Mosi man ekki lengur. Þær geta varla verið merkilegar.

Merkilegt ef ÞD hafi verið launaður starfsmaður framboðs PH við forsetakosningarnar 1996!

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 15.1.2008 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 243002

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband