12.1.2008 | 12:29
Hvernig frið?
Bush bandaríkjaforseti er sennilega einn sá stórtækasti uppvakningamaður ýmissa drauga. Ekki hefur tekist nema að litlu leyti að kveða þann draugagang niður sem þessi ólánsmaður hefur því miður vakið upp. Með stuðning bandarísku hernaðarmaskínunnar hefur hann á mjög hæpnum forsendum hafið eitt umdeildasta stríð sem háð hefur verið og ekki sér fyrir endann á. Nú boðar forseti Bandaríkjanna frið í Írak og því er eðlilegt að spyrja hvernig frið hyggst Bush koma á?
Friðarhöfðingi Hvíta hússins sér eðlilega fyrir sér frið þar sem bandarískir hagsmunir séu sem mestir. Því miður er allmikil hætta á að þetta sé eins og hver önnur óskhyggja einfeldningsins í Washington því öll vestur Asía er meira og minna risastór púðurtunna sem getur sprungið hvenær sem er. Í norður Írak eru Kúrdar sem hafa verið niðurlægðir og svívirtir í áratugi og ekki hafa þeir Bush feðgar bætt úr því. Spurning er hvort sjálfstæði Kúrda sé ekki lykillinn að varanlegum friði í þessum heimshluta, alla vega varanlegri en sá sem Bush ætlast til. Kúrdar hafa orðið fyrir loftárásum síðustu vikur og mánuði af Tyrkjum sem viðurkenna að í austur Tyrklandi séu Kúrdar einfaldlega ekki til! En þeir búa í 3 öðrum löndum og ekki eru þeir af þeim ástæðum til Tyrkja taldir!
Að koma á friði í Írak er mjög flókið og torvelt ferli sem hernaðarhagsmunir Bandaríkjamanna má ekki undir neinum kringumstæðum flækja. Þarna þarf fyrst og fremst að afvopna þá sem hafa vopn undir höndum og koma þeim aðilum sem málið varða að samningaborðinu að frumkvæði og undir forystu Sameinuðu þjóðanna. Þessi mál tengjast eðlilega vandræðunum fyrir botni Miðjarðarhafsins í Ísrael og Palestínu. Þar eru gríðarlegir hagsmunir bandarísku hernaðarmaskínunnar og ekki er vitað annað en að morðtólasalar frá öðrum löndum komi þar einnig við sögu.
Því miður hefur heimurinn oft setið uppi með einfeldninga sem telja sér allar leiðir færar. Áttin til friðar er mikið torleiði og kostar mikinn tíma og fyrirhöfn. En friður til dýrðar sér sjálfum er dæmigert fyrir þann sem ekki ber vitið með sér. Slíkur friður er einskis virði, sá friður er sannkallaður gervifriður.
Mosi
Bush: Von vaknar á ný í Írak | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.