19.12.2007 | 21:15
Hvað er í gangi?
Svona gengur það til í heimi viðskiptanna
Þegar Árni Sigfússon núverandi bæjarstjóri í Keflavík var forstjóri tölvufyrirtækisins Tölvutækni var eitt af hans fyrstu verkum að afskrifa einhver ósköpin af gömlum birgðum. Í bókhaldi slíkra fyrirtækja er slík birgðasöfnun ekki mjög raunhæf enda um að ræða vörur sem eru mjög fljótar að úreldast og ef þær eru ekki seldar strax þá missa þær fljótt fjárhagslegt gildi sitt. Árni fékk auðvitað mjög bágt fyrir en hann naut þess síðar í sínum praxís.
Því miður kemur oft fram hjá stjórnendum fyrirtæka aðþeir leggi megináherslu á skammtímaáætlanir og er það auðvitað oft ekki rétt aðferð. Þá kemur oft fram áhersla á skyndigróða og að hámarka hagnað með hliðsjón af þessum skammtímasjónarmiðum. Oft reynist þetta rangt og getur orðið fyrirtækjum dýrkeypt. Þannig lýst mér engan veginn á Kaupþing en fyrir tæpu ári freistaðist ég að kaupa dálíinn hlut í þessu fyrirtæki sem var á blússandi ferð upp verðskala hlutabréfamarkaðarins. Hvað skeður? Þettafyrirtæki rýkur upp í gengið 1250 ef ekki hærra en síðan hefur það fallið óðfluga og er núna rúmlega 850. Hefur verðmæti banka þessa rýrnað sem þessu nemur eða um þriðjung? Nú skortir mig allar forsendur til að meta þetta enda er eg fyrst og fremst tómstundafjárfestir. En satt best að segja finnst mér þetta hafa verið einhver þau afdrifgaríkustu afglöp í fjárfestingum mínum fyrr og síðar og þakka fyrir að hafa ekki fjárfest meira í fyrirtæki þessu. Þó námu fjárfestingarnar andvirði slyddujeppa og fannst mér arðurinn af þeim fjárfestingum vera fuyrðurýran eða skitnar 38 þús. krónur en hagnaður banka þessa nam um 85 milljörðum íslenskra króna! Það er auðvitað óskandi að þetta einkennilega fyrirtæki geti greitt hluthöfum sínum og þar með eigendum einhvern betri arð í nánustu framtíð sm það þó ekki getur í bullandi góðæri. Á síðasta aðalfundi banka þessa komu fram verulega háir kaupsamningar við stjórnendur og er það allt saman mjög einkennilegt.
Annars er hlutabréfamarkaðurinn íslenski mjög einkennilegur um þessar mundir að ekki sé meira sagt. Gengi hlutabréfa hefur fallið mjög mikið og eru eðlilega ýmsar skýringar á því: háir vextir, lausafjárskortur, vaxandi dýrtíð og sitt hvað sem veldur ólgu á markaði sem þessum.
En kannski að Eyjólfur hressist og hlutabréfamarkaðurinn þar með þannig að íslenskir fjárfestar geti
séð einhvern árangurs af ósérhlífinni vinnu sinni að halda uppi íslensku efnahagslíf.
Mosi - alias
Forstjóri Morgan Stanley fær engan jólabónus | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 243413
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er alþekkt staðreynd að fyrirtæki í örum vexti (lesist; svo gott sem öll íslensk útrásarfyrirtæki) greiði lítinn, jafnvel engann arð.
Þess konar fyrirtæki halda því fram að ávinningurinn fyrir hluthafana felist í hærra markaðsvirði, hærra gengi.
Það er undir flestum kringumstæðum rétt. Að fjárfesta í Kaupþing eða öðru útrásarfyrirtæki þegar þú gerðir það á ekki að vera langtímafjárfesting, þvert á móti, fjárfesting sem á að skila virðishagnaði, hærra gengi og þannig á þinn hagnaður að myndast.
Arðgreiðslurnar koma ekki fyrr en vöxtur fyrirtækisins hefur róast og það er kominn grundvöllur fyrir fyrirtækið að setja eitthvað af óráðstöfuðu eigin fé í arðgreiðslur.
Á þessum tímapunkti væri það hinsvegar ekki sterkur leikur.
Kv.
Hjörtur A.
Hjörtur A. Guðmundsson (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 00:26
Rétt er athugað að fjárfesting í þessum skyndigróðafyrirtækjum eru ekki góður kostur. Annars er það reynsla mín að ekki sé gott að eltast við þessar sveiflur sem ganga e.t.v. mjög hratt aftur eins og reyndin hefur verið í nær öllum fjármálafyrirtækjunum að undanförnu. Gömlu rótgrónu fyrirtækin sem skila af sér arði, kannski litlum en yfirleitt alltaf, hækka oft jafnvel meira þegar til lengri tíma er litið. Slík langtímafjárfesting er góð fyrir fólk sem vill leggja eitthvað til elliáranna enda er slík fjárfesting vegna skattaumhverfisins hagstæðara fyrir þá sem eiga kost á því með því að sýna forsjálni, eru sparsamir og vilja ekki eyða meiru en aflað er.
Því miður er allt of lítið af slíkum fyrirtækjum á Íslandi í dag fyrir fólk sem vill leggja sparnað sinn í.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 20.12.2007 kl. 18:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.