Allt mögulegt gerist í Amríku!

Því miður er þetta alheims vandamál: Að svíkja og svindla fé út úr öðrum.

Í nánast hverri einustu íslenskri stórfjölskyldu eru dæmi um að einhver svartur sauður hefur fengið uppáskrift fyrir láni eða ábyrgð í banka. Bankarnir eru þekktir fyrir að fara stystu leiðina að peningunum. Ef innheimtumenn bankanna vita um að amma skuldarans eigi eignir, þá eru þeir furðu fljótir að þefa slíkt uppi.

Fyrir um 15 árum dæmdi héraðsdómari í skuldamáli með mikilli hjartagæsku. Sá sem hafði fengið bankalánið reyndist gjaldþrota. Bankinn beindi innheimtu sinni að ömmu viðkomandi sem hafði séð aumur á barnabarni sínu og skrifað undir skjal sem fól í sér sjálfsskuldarábyrgð, þ.e. eins og hún væri raunverulegur skuldari. Þrátt fyrir að ljóst væri að lagalega séð væri blessuð konan ábyrg f.h. barnabarnsins, sýknaði héraðsdómarinn gömlu konuna og var dómurinn rökstuddur að þetta væri siðferðislega rangt. Bankarnir fóru hamförum og vonandi hafa þeir gætt sín betur eftir þetta.

Traust er yfirleitt mjög mikið meðal ættingja sem vilja gjarnan styðja hvern annan. En þegar á bjátar þá getur traustið og trúnaðurinn orðið skyndilega einskis virði.

Þessi mál eru ætíð mjög viðkvæm eins og rétt er unnt að ímynda sér. Því leggur Mosi til að fordæma ekki þá sem með góðsemi sinni vilja aðstoða, en sjálfir skúrkarnir mega sitja uppi með skömmina og sömuleiðis bankarnir þegar þeir sýna af sér vítavert kæruleysi aðlána lítt skilríku fólki fé.

Mosi


mbl.is Fangelsuð fyrir að féfletta ættingjana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 243409

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband