Mikið - en mjög umdeilt afrek!

Þessi virkjun er frá verkfræðilegu sjónarmiði mikið tæknilegt afrek við erfiðar aðstæður. En því er ekki að neita að fórnirnar sem færðar voru eru því miður mjög miklar: merkilegur hálendisgróður og dýralíf, mjög fagrar náttúruperlur á borð við fossa og merkileg náttúrufyrirbrigði eru öllu fórnað á altari gróðasjónarmiða. Allt sem við fáum aldrei að sjá aftur nema af þeim stórkostlegu myndum sem það fólk sem ann íslenskri náttúru náði að að festa á spjöld sögunnar áður en það var um seinan og eyðileggingin óð yfir eins og hryllingur hernaðarins gegn landinu.

Þetta var slys sem fyrst og fremst verður skrifað aðeins á umdeilda stjórnmálamenn sem tóku einhliða ákvörðun um þessa framkvæmd, rétt eins og andi Berlúskónís, Hitlers, Stalíns og annarra áþekkra umdeildra stjórnmálamanna hefði verið höfð til fyrirmyndar!

Þau nokkur hundruð störf sem verða til við þessa breytingar  á Austurlandi eru því miður of háu verði keypt og skiptir verkfræði litlu sem engu máli.

Rétt er að benda á, að lokareikningur hefur ekki verið lagður fram og lokauppgjör vegna þessara framkvæmda hafa  þaðan af síður verið til lykta leidd. Og sitthvað er enn óafgreitt: himinháar bætur til bænda og annarra rétthafa þar sem landi hefur verið stórlega breytt enda ber að bæta fyrir eignarrétt þeirra sem hann hafa.

Mosi 

 


mbl.is Ræs! sagði Össur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband