Ótrúlegt

Flestu er stolið nú til dags.

Á vinnustaðnum mínum var rætt í hádeginu um innbrot og þjófnað í frístundarhús en einn vinnufélaginn hafði fengið óvelkominn gest inn til sín sem braut og bramlaði. Eina sem hann hafði upp úr krafsinu var forláta whiský flaska sem var komin til ára sinna. Viðkomandi var að velta fyrir sér hvort heimilt væri að skilja eftir flösku með ólyfjan, þess vegna arseniki í á borði og hafa hana tilbúna næst þegar óboðinn gestur kemur af sjálfdáðum inn í húsið með innbroti. Skyldi slíkt vera heimilt? Fróðlegt væri að lögspekingur gæti leyst úr þessu. Ljóst er að um er að ræða lokað hús. Innbrotsþjófurinn brýst inn og grípur e-ð sem hann telur sig komast í vímu.

En hver vildi koma að húsi sínu og finna innanhúss lík af ógæfusömum manni sem var óheppinn að geta ekki komist lengra með gjöróttann drykkinn?

Annars eru þessi innbrotamál í frístundahús hreint skelfileg og efla þarf stórlega eftirlit bæði með húsum og þessum ógæfumönnum og best af öllu væri að koma þeim í afeitrun og endurhæfingu. En vandamálið er að það skortir bæði fjármuni til þess og einnig vilja þeirra sem málið varðar.

Mosi 


mbl.is 2000 golfkúlum stolið úr sjálfsala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband