11.10.2007 | 18:06
Síðkomin staðfesting
Segja má að þessi síðkomna staðfesting hafi komið á vondan. Tyrkir kalla sendiherra sinn heim og það er eins og þeir vilji ekki sætta sig við að sitthvað er ekki í lagi með stjórnarfar þeirra, hvorki fyrr né síðar. Ekki er unnt að spóla tímann til baka - það sem einu sinni hefur verið gert verður ekki breytt.
Auðvitað er best að viðurkenna mistök - og harma þau. Og það er unnt að sýna iðrun og sætta sig við það að alvarleg mistök hafi verið gerð. Með því sýnir ekki aðeins einstaklingurinn heldur heil þjóð að viðkomandi er með réttu ráði.
Það góða sem eg vil gera - geri eg ekki og það illa sem eg ekki vil gera - geri eg, - er haft eftir Páli postula. Mætti ekki hafa þessi viturlegu setningar í huga?
Vonandi átta tyrknesk yfirvöld sig á því að þau vaða reyk.
Mosi
Tyrkir kalla heim sendiherra sinn í Bandaríkjunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er bara þannig að það þýðir ekkert að tala Tyrkina til, þeir hlusta ekki á neinn. Ekki frekar en Mugabe.
Mummi Guð, 11.10.2007 kl. 20:38
Já þetta hafa verið skelfilegir atburðir og einkennilegt að í landi sem þó vill kenna sig við lýðræði séu sett lög sem nánast banna umfjöllun um þetta feimnismál! Hálf önnur milljón Armena sem drepnir eru af Tyrkjum í fyrri heimsstyrjöldinni, - er það ekki 25% af útrýmingarherferð nasista á Gyðingum í seinni heimsstyrjöldinni? Ekki dettur Þjóðverjum í hug að banna umfjöllun um þessa miklu smán heldur á það að vera öllum víti til varnaðar, að ekki megi stunda pólitík þar sem lögð er nein minnsta áhersla á einhverjar öfgastefnur. Þetta sjónarmið er meira að segja sett inn í stjórnarskrána þýsku, t.d. 21. grein hennar þar sem fjallað er um félög sem stofnuð eru í pólitískum tilgangi. Þar er áhersla lögð á lýðræði og að stjórnmálaflokkar verði að gera opinberlega grein fyrir uppruna og notum á því fé sem þeir hafa til ráðstöfunar.
Þetta gætu Tyrkir tekið sér til fyrirmyndar ætli þeir að taka á sig skyldur með því að ganga í Efnahagsbandalagið þar sem mikil áhersla er lögð á friðsamleg samskipti ríkja. Ekki er aðeins unnt að næla sér í réttindi heldur fylgja einnig ýmis konar skyldur og kvaðir sem þykja eðlilegar í samskiptum þjóða og til að tryggja lýðræðið.
Þjóðarmorð er ekkert 20. aldar fyrirbrigði heldur hafa þjóðarmorð verið stunduð á öllum tímum í mjög mörgum löndum af ótrúlegri grimmd. Ekki fer mörgum sögum af herferðum og ýmsum vafasömum hreinsunum sem unnin voru af ýmsum furstum í nafni kristinnar trúar.
Var kannski háð þjóðarmorð hérlendis við landnám norrænna víkinga hér? Torvelt er að sanna að svo sér og einnig afsanna. Mjög miklar líkur eru að svo sé. Þegar fornritin eru skoðuð má sjá ýmsar vísbendingar. Hvers vegna var Landnáma rituð? Var það kannski til að treysta eignarhald þeirra ætta sem lögðu undir sig lönd írskra frumbyggja landsins? Nokkuð traustar vísbendingar benda til að hér hafi verið Keltar alla vega undir lok 8. aldar eða um 2-3 kynslóðum áður en Ingólfur Arnarson og aðrir víkingar settust hér að með sínu fólki (mín vegna má nefna það hyski).
Öll fornöldin og miðaldir eru fjöldamorð víða stunduð af mikilli grimmd í heiminum. Sérstaklega er ámælisvert hvernig trúarbrögð eru freklega misnotuð og þau verða að n.k. réttlæting að árásarstríðum. Ekkert lát er á því, hver er meginástæða árásarstríðs Bush í Írak? Eru hvatirnar að því ekkiaf sömu rót runnin? Okkur friðelskandi fólki er freklega misboðið. En við gerum lítið sem ekkert, kannski erum við mjög vanbúin að gera nokkuð skapaðan hlut þegar vopnaframleiðendur hafa þvílík hreðjatök á ýmsum þjóðarleiðtogum. Ljóst er að vopnasala til Afríkuríkja nemur töluvert hærri fjárhæðum en sem nemur allri þróunaraðstoð og margs konar hjálparstarfi.
Kannski vandræðin séu vegna þess að þessi ríki þar sem misréttið og ofbeldið er einna mest, að í þessum löndum er ákaflega stutt í þróuninni að koma á virkilegu lýðræði. Það á að vera hlutverk friðelskandi þjóða á borð við Íslendinga að koma á mjög víðtæku banni við framleiðslu og sölu vopna í heiminum.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 12.10.2007 kl. 10:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.