Veikur meirihluti

Einkennilegt er að fulltrúi Framsóknarflokksins hafi borið fyrir sig veikindum að koma ekki á meirihlutafund í Höfða fyrr í dag.

Síðar fréttist að borgarfulltrúinn er ekki veiklulegri en svo að hann sprettur fram galvaskur með hinum andstæðingum $jálfstæðisflokksins og er að bralla með meirihlutasamstarf með þeim!

Nú er þessi borgarfulltrúi ótrúlega vel launaður. Vart er sú nefnd eða ráð sem sem viðkomandi hefur ekki mikil völd. Kunnugt er að ekki fyrir alls löngu átti hann þátt í að gerast hinn versti Þrándur í Götu stærsta útgerðarfyrirtækis landsins, HBGranda varðandi lóðamál í Örfirisey. Eins og það væri hlutverk borgarfulltrúa að fylgja eftir öllum gömlum kvöðum sem kunna að vera bundnar gömlum úthlutunum til hins ítrasta. Ónei borgarfulltrúar eiga að gæta hófsemi og fara vel með völd sín í þágu allra borgara og fyrirtækja.

Laun fulltrúans eru einnig öll eftir þessu en þau jafnast á við laun æðstu stjórnendur íslenska ríkisins! 

Nú má spyrja: Hvað hangir á spýtunni? Meiri völd? Hærri laun? Meiri sýndarmennska?

Mosa þykir þessi hraða atburðarrás með ólíkindum. Og það er líklegt að þetta sé n.k. biðleikur hjá valdaglaða framsóknarfulltrúanum. Meirihlutinn er jafnveikur ef ekki veikari en sá fyrri og sennilega verður þetta ekki fyrsta og síðasta upphlaup þessa umdeilda borgarfulltrúa.

Hvenær framsóknarmaðurinn slítur næst meirihlutasamstarfi er ekki gott að segja en ekki vildi Mosi eiga svo mikið sem fimmeyringsvirði undir svona manni komið.

Mosi

 


mbl.is Nýr meirihluti myndaður í borgarstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband