Glundroðagerð Framsóknar og Sjálfstæðisflokks

Sú ákvörðun að fara út í þessar gríðarlegu framkvæmdir á sínum tíma, að fórna hálendi landsins eystra tekur á sig sífellt nýjar myndir. Greinilegt er að íslensk stjórnvöld gerðu ekkert - já akkúrat ekki nokkurn skapaðan hlut til að undirbúa þessar framkvæmdir eins og nauðsynlegt væri á öllum sviðum.

Með óljósum kosningaloforðum var aflað nokkurra hundruða atkvæða á Austurlandi í þágu Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Dýrasti kosningavíxill íhalds tveggja flokka!!

Í Morgunblaðinu í dag má ráða að allir neyðarsjóðir Landsvirkjunar vegna þessara umdeildu framkvæmda séu uppurnir og gjörsamlega tæmdir. Á að skuldsetja fyrirtækið enn meira en þegar orðið er? Hver verða þá lánskjörin? Ábyggilega ekki eins hagstæð og allir Landsvirkjunarherranir brostu út um eyrun. Svo er von á lokareikning frá Impregíló þessa umdeild ítalska fyrirtækis sem ekki hefur alltaf farið hefðbundnar leiðir í starfsemi sinni, hvorki hér né annars staðar í veröldinni. Þá verður sennilega annað hvort ríkissjóður að hlaupa undir bagga eða að taka ákvörðun um að afhenda þessu fyrirtæki Landsvirkjun upp í skuld. Það er raunhæfur möguleiki og þá eigum við von á að rafmagnsreikningar landsmanna verði á ítölsku. Ekki dregur það úr glundroðanum!

 

Dagsdaglega berast fréttir um mjög vafasama meðferð verkamanna, þeir virðast hafa verið ginntir hingað til lands með ýmsum gylliboðum og meðferðin á þeim minnir á fornar frásagnir á aðstöðu verkafólks áður en verkalýðsfélög tóku á þessum málum.

Engar eða mjög ófullkomnar reglur eru til um þessar starfsmannaleigur. Þetta orð var ekki til í íslenskri tungu þangað til fyrir örfáum árum. Skattgreiðslur til þess opinbera skila sér ekki og launaseðlar eru meira og minna í ósamræmi við raunveruleg laun. Eru skipulögð mannréttindabrot framin á þessu verkafólki? Svo virðist að svo sé og bendir ýmislegt til að mjög illa sé farið með þetta fólk sem hættir lífi sínu við mjög erfið og hættuleg störf. Svo þegar á að gera upp við það, þá er það fyllt af brennivíni til að hafa það gott, gamalkunnugt bragð kúgarans. Ríkið tapar offjár til Imprégíló í mikilvægu dómsmáli vegna handvammar við lagasetningu.

Þvílíkur glundroði! 

Mosi hvetur verkalýðsfélögin að senda Landsvirkjun og ríkissjóði vænan reikning fyrir þá vinnu sem verkalýðafélögin unnu við þessi mál sem alfarið verður að skrifa á tossalista þessara opinberu aðila.

Í Reykjavík er einnig hver höndin upp á móti hverri annarri. Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins fundar grafalvarlegur yfir nýjustu tíðindum úr Orkuveitu Reykjavíkur. Á þetta opinbera fyrirtæki að verða ofurseld nýríkum gróðapungum sem vilja skara enn betur að sinni köku? 

Enn meiri glundroði!

Sú var tíðin að Sjálfstæðisflokkurinn auglýsti í hverjum einustu sveitarstjórnarkosningum og jafnvel þingkosningum að velja Sjálfstæðisflokkinn væri vörn gegn glundroða. Þannig voru borðar strengdir þvert á Laugaveginn og Bankastrætið með þeirri ábendingu að andstæðingum Sjálfstæðisflokksins væri ekki treystandi, hvorki fyrir fjármálum né stjórn Reykjavíkurborgar. Því ættu allir kjósendur sem sýndu af sér ábyrgðartilfinningu að kjósa X-D.

Hvað nú Sjálfstæðismenn? Eruð þið múlbundnir í fjósi Framsóknar? Kannski að X-D standi núna fyrir depurð og drottnun Framsóknar? Alla vega er þessi skelfingarsvipur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins lýsandi að þar er hópur stjórnmálamanna sem er í verulega miklum vanda sem þeir ráða ekki almennilega fram úr!

Því miður erum við Íslendingar enn í 1. bekk stjórnmálanna. Í þeim heimi bíða margar freistingar sérstaklega eru þeir sérstaklega í hættu sem ekki þekkja sér nein mörk og eiga sér engar siðareglur. Þar er um að gera að ná sér í sem stærstu lúkuna og skammtana. Það gerir ekkert til þó fjóldinn nær sér lítið sem ekkert sér í hönd. Hann borgar hvort sem er brúsann! En það er önnur saga.

Mosi


mbl.is „Mönnum hreinlega ofbýður ósannindin"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stöndum vörð um Hitaveitu Suðurnesja eftir Baldvin Nielsen


Þorsteinn Erlingsson bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ skrifaði grein í Víkurfréttir 9. júní sl. um Hitaveitu Suðurnesja (HS) og það fóru um mig ónot að sjá glitta í hugmyndafræði ríkisstjórnarinnar um einkavinavæðinguna og að sjá að nú væri hún farin að sá sér innandyra hjá bæjarstjórn Reykjanesbæjar.

Þorsteinn segir m.a. að virði hlutabréfa í HS hafi tvöfaldast á fjórum árum og að hlutur Reykjanesbæjar sem er um 40% og hafi aukið eignir Reykjanesbæjar um 2,4 milljónir króna á dag eða 876 milljónir króna á ári síðustu fjögur árin þ.e.a.s. síðan HS var breytt í hlutafélag.

Þorsteinn byggir sína útreikninga á nýju verðmati hlutafjárs HS sem reiknast nú á um 18 - 20 milljarða króna og að hlutur Reykjanesbæjar sé því 7,2 - 8 milljarðar en sé hins vegar bókfært mun lægri eða um 5,1 milljarður króna við síðustu áramót.

Í ársreikningi fyrir árið 2004 kom fram að að eigið fé bæjarsjóðs Reykjanesbæjar væri 3,5 milljarðar í árslok.

Hér er að sjá þegar stuðst er við eigið fé bæjarins í ársreikningi annars vegar og svo eigið fé hans vegna HS hins vegar í hlutabréfum upp á 5,1 milljarð króna, komi í ljós 1,6 milljarða skekkja í útreikningum sem þýðir að hlutabréf bæjarins í HS sem nemur þessum mismuni a.m.k. er veðsettur vegna lána frá fjármálastofnunum sem hefur þá eftir kokkabókum Þorsteins ríflegt veð fyrir þeim skuldum.

Nú er lag að fá okkur bæjarbúa til að trúa því að best væri fyrir okkur að selja hlutabréf Reykjanesbæjar í HS á nýja verðmatinu því, jú, þá myndum við græða 2,1 - 2,9 milljarða króna svona auka en fyrst verða Sjálfstæðismenn auðvitað að tryggja sér áframhaldandi völd á næsta kjörtímabili áður en farið væri að ræða þetta opinberlega. Þeir munu því trúlega nota nýja verðmatið í næsta ársreikningi til að sýna fram á betri stöðu í bókhaldi um eigið fé bæjarsjóðs.

Hér er ekki reiknað með að hr. Árni Sigfússon bæjarstjóri verði sérstaklega sendur út af örkinni af Sjálfstæðismönnum í kosningaferðalag með peningana sem yrðu þá teknir að láni út á þetta verðgildi.

Hér má því áætla að þetta svokallaða nýja verðmat sé í raun hálfvirði eða minna miðað við það verð sem einkavinir Sjálfstæðisflokksins myndu vilja sjálfir fá fyrir hlutabréfin í HS þegar þeir væru búnir að komast yfir þau. Í hvaða hæðum yrðu orkureikningarnir okkar þá?

Vegna þessa sem lýst er hér að ofan þurfum við að hafa vara á hvað meirihluti Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ ætli sér með hlut okkar bæjarbúa í HS.

Bæjarmálafélag Frjálslynda flokksins í Reykjanesbæ mun standa vörð um hagsmuni Reykjanesbæjar og að óskabarn okkar allra Suðurnesjamanna lendi ekki í gini hákarlanna sem nú þegar eru farnir að bíða eftir bráð sinni.

Grein þessi birtist í Víkurfréttum 16. júní 2005

Eftirmáli:Því kemur það landanum alltaf jafn mikið á óvart og hvert sinn sem spilltir stjórnmálamenn missa skítinn út fyrir flórinn?

Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ fyrrum félagi í Frjálslynda flokknum 

Eftirmáli: Nú er að  takast það sem 67% bæjarbúa  Reykjanesbæjar vildu með kosningu Sjálfstæðisaflanna í  sveitastjórnarkosningunum 2006 að knésetja Hitaveita Suðurnesja ofan í gin hákarlanna!!  

Baldvin Nielsen (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband