Miklar freistingar

Þar sem miklar fjárhæðir eru í spilinu verða freistingar miklar. Því miður geta ekki allir setið á strák sínum þegar um miklar freistingar eru fyrir augunum.

Þeir sem starfa í innsta búri fyrirtækja vita gjörla um viðkvæmustu fjárhagsupplýsingar. Um getur verið að mikils hagnaðar eða taps sé að vænta og þá eru slíkar upplýsingar mikils virði. Innherjaviðskipti eru mjög góð vísbending fyrir almenna venjulega fjárfesta, þessa litlu karla sem eru með litla hluti, spariféð sitt. Ef þeir sjá, að innherji er að kaupa í fyrirtækinu sem hann starfar í, er ábyggilega óhætt að kaupa, en selja ef innherji selur stóran hlut. Sjómennirnir í gamla daga fylgdust gjörla með rottunum því þegar þær yfirgáfu skipið, þá var yfirleitt stutt í að skipið sykki.

Innherjasvik eru grafalvarlegir glæpir þar sem um gríðarlegar fjárhæðir er að tefla. Þegar kapphlaupið um ákveðið fyrirtæki var í hámarki, seldu eigendurnir meðan gengið var hátt. Þá snarlækkaði gengið og flestir sem keyptu stóðu uppi með verðlausa pappíra. Viss banki lánaði og fyrrum bankastjóri hans gegnir stóru hlutverki í nýju máli þar sem einnig er höndlað um gríðarlega hagsmuni.

Því miður eru fáar siðareglur til í viðskiptum af þessu tagi. Þær fáu eru sjáldan virtar og því er það þeir stóru sem sleppa við skellinn en flestir aðrir, þessir litlu fjárfestar sem freistast til að kaupa hluti, verða fyrir tapinu.

Mosi 


mbl.is Rannsókn á hugsanlegum innherjasvikum hjá OMX
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Já margur verður að aurum API!!!!!/Kveðja Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 9.10.2007 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 242836

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband