Reykjavík Energy Invest

Mosi er á því að herða þurfi á útrás Íslendinga á sviði nýtingu jarðvarma.

En það verður að gerast á réttum forsendum.

Greinilegt er að í þessum málum virðast sumir ekki hafa kunnað sér hófs. Gríðarleg persónuleg  skyndigróðasjónarmið hafa nánast eyðilagt þessa annars mjög góðu hugmynd auk þess sem farið er fram hjá mjög mikilvægum formsatriðum sem ekki er gott og gefur t.d. afleitt fordæmi varðandi framtíðina.

Hvers vegna lá þessi ósköpin á? Er ekki rétt að vanda það sem á að standa? 

Mosi

 


mbl.is Tilbúinn að ræða hvort OR dragi sig út úr útrás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessaður Björn. Ég hef misst algjörlega traust á borgarstjóranum og ég held að í venjulegu lýðræðisríki yrði hann látinn segja af sér vegna spillingar og lýðskrums. Það er lýðskrum að upplýsa ekki eigendur um ákveðnar fyrirætlanir auk þess heldur fara á bak við þá með þessum hætti eins og staðið var að fundinum. Allt til að komast hjá umræðu. Afsagnir eru eðlilegt aðhald og við eigum að krefjast þess vegna aðhaldsins sem það veitir.

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 6.10.2007 kl. 09:40

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Skil þig vel Axel en eigi er nafn mitt Björn. 

Því miður verða ýmsar freistingar á vegi kjörinna fulltrúa sem þeir virðast ekki alltaf kunna að varast.

Erlendis eru víða mjög skýrar reglur til um meðferð fengins fjár t.d. vegna kosninga. Stjórnmálaflokkar verða að gera opinberlega grein fyrir uppruna og nýtingu þess fjár sem þeir fá til ráðstöfunar. Framsóknarflokkurinn hefur barist lengi gegn því að slíkar reglur væru settar og Sjálfstæðisflokkurinn hefur einnig lengi verið á báðum áttum. Að lokum ákváðu þeir að eiga frumkvæði að settar væru slíkar reglur en þær ganga alltof skammt.

Við erum því miður bara í 1. bekk heilbrigðs stjórnmálalífs. Mútur og spilling geta verið áhrifamikill þáttur í daglegu lífi stjórnmálamanns. Það sem þykir jafnvel sjálfsagt hér er stranglega bannað víða í stjórnsýslu erlendis. Siðareglur eiga stjórnmálamenn engar og er það mjög miður. Því hafa þeir gjarnan farið það sem þeir vilja.

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 8.10.2007 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 243414

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband