31.8.2007 | 18:25
Lýðræðislegar skyldur
Ekki veitir af að veita ríkisstjórninni gott og virkt aðhald. Það eru lýðræðislegar skyldur okkar að gagnrýna það sem betur má fara.
Þó svo að sitt hvað sé ágætt að gerast t.d. hefur félagi Össur ákveðið að fara varlega inn í danssalinn þar sem álversöngurinn glymur, þá þarf að fylgjast gjörla með hvað er að gerast á stjórnarheimilinu. Hvað er að gerast í Utanríkisráðuneytinu sem er alltaf að verða erfiðara og dýrara á fóðrum. Er þessi utanríkisstefna á vetur setjandi? Með þetta norsk-sænska hneykslismál í huga, þá er fyllsta ástæða til að endurskoða síðustu ákvarðanir varðandi þessi svonefndu varnarmál sem í hugum margra er vægast hlægilegt. Hvað ætlar 300 þús manna þjóð upp á dekk í hernaðarbrambolti? Eigum við ekki fremur að leggja lóð okkar á friðarskálina en að taka þátt í þessum aumkunarverða hernaðarævintýri stórveldanna? Við eigum ekkert að skipta okkur af nokkru sem við höfum afar takmarkaða eða nánast enga þekkingu á.
Svo má ekki gleyma því að við í stjórnarandstöðunni eigum að vera óspör á hólið þegar vel tekst til!
Mosi - alias
Steingrímur: Hlutverk VG að vera mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Steingrímur er ekki meira mótvægi við Sjálfstæðisflokkin en það að hann gat sjálfur alveg hugsað sér að skríða upp í hjá Geir þegar stjórnarmyndunin stóð yfir. Þetta eru digurbarkaleg orð en það er bara ekki nokkur skapaður hlutur á bak við þau. Steingrímur verður á móti bara á meðan hann á ekki kost á neinu öðru. Og þessi gamli herstöðvarandstæðingur sem kemur stundum upp í honum er jafn aumkunarverður. Gerir hann sér grein fyrir að hann og hans flokkur er einn í andstöðu sinn við t.d. samninganna við Dani og Norðmenn. Gerir hann sé ekki grein fyrir að það er á ábyrgð ríkisstjórnar á hverjum tíma að ganga úr skugga um að þjóðin sé örugg og tryggja að hún verði örugg. Kanski þarf hann sjálfur tryggja öryggi þjóðarinnar. Kemur gamli herstöðvarandstæðingurinn upp í honum þá? Að Ísland skuli vera herlaust um aldur og ævi sama hvað tautar og raular.
Jóhann P (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 18:50
Steingrímur J. lét hafa eftir sér í viðtali að ef sú staða kæmi upp að VG tæki upp viðræður við Sjálfstæðisflokkinn um meirihlutastjórn yrðu þær viðræður langar! Steingrímur vildi gefa í skyn að margt þyrfti að fara yfir enda þessir flokkar á öndverðum meiði í íslenskum stjórnmálum.
Steingrímur J. á virkilega hrós skilið hve hann hefur sýnt andstæðingum sínum á þingi bæði mikið umburðarlyndi og sanngirni en hann er jafnan ætíð mjög málefnalegur í afstöðu sinni. Oft hefur það farið í taugarnar á ýmsum ríkisstjórnarmönnum og dæmi um að þeir hafi tekið aðfinnslum hans illa. En það er auðvitað þeirra mál.
Vonandi kemur tími Steingríms J. þó síðar verði. Þá kemur vel í ljós þeir afburða kostir sem hann hefur að bera og þær hugmyndir verði að veruleika sem hann hefur beitt sér fyrir að breyta í íslensku samfélagi. Sjálfur hefi eg tröllatrú á Steingrími J. enda þekki hann einungis að góðu einu. Hann er víðsýnn, réttsýnn og hefur frábæralega góð tengsl við grasræturnar í þjóðfélaginu sem aðrir stjórnmálamenn mættu vissulega taka sér til fyrirmyndar.
Mosi - alias
Guðjón Sigþór Jensson, 31.8.2007 kl. 19:12
Var Steingrímur málefnalegur þegar hann kallaði fyrrum forsætisráðherra landsins ,,gungu og druslu"? Auk þess að hrópa blótsyrðum að þingmanni Framsóknarflokksins sem var í ræðustól? Svo ég minnist nú ekki á hið fræga "Djöfulsins aumingjar!" í þingsal. Er það sanngirni og umburðarlyndi?
Finnur (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 20:25
Auðvitað getur komið fyrir stjórnmálamenn sem annað gott fólk að einhver missi út úr sér orð sem e.t.v. betur væru ósögð en sögð. En mörgum var óneitanlega skemmt og fannst þáverandi forsætisráðherra eiga vel skilin þessi kostulegu ummæli. Hann var að reyna að forðast að standa fáliðaður í hárinu á andstæðingum sínum enda þekktur fyrir að svara ekki vel fyrir sig nema þegar klappliðið hans sé á næstu grösum. Hvar það var er ekki gott að segja en þessi umdeildi stjórnmálamaður sem orðin beindust að, á líka til að grípa til svigurmæla í heitum umræðum sem eru honum ekki til mikillar framdráttar enda verður forsætisráðherra að vera varkárari í orðavali en óbreyttir þingmenn.
Í sjálfu sér eru þessi orð ein og sér fremur saklaus en eru á nokkuð gráu svæði eins og þau voru sett fram. Þessi ummæli minna nokkuð á önnur umdeild ummæli höfð eftir Ólafi Ragnari Grímssyni þá hann átti í hnútukast við sama andstæðing í stjórnmálunum og kvað hann hafa „skítlegt eðli“.
Kannski við eigum að hafa í huga að þegar pólitíkin er annars vegar þá þarf að tryggja betur að vanda vel undirbúning og umræður. Og í stjórnmálum má aldrei setja fram umdeild mál sem kveikir í viðkæmum sálum. Því miður hefur allt of oft borið á því að meirihlutinn á þingi taki ekki minnsta tillit til minnihlutans og leggi fram þingmál sem eru í eðli sínu eins og sprengjur. Dæmin eru því miður mjög mörg, einnig á síðustu árum. Má t.d. nefna umdeilt ákvæði í svonefndu Vatnalögum sem var gjörbreytt á síðasta vetri, róttæk breyting sem ekki öllum líkaði vel því þessi lög höfðu reynst vel í meira en 80 ár. Var nauðsynlegt að setja ákvæði um að vatnið og vatnsréttur gæti orðið andlag einkaréttar sem unnt væri að hafa að féþúfu?
Kannski við þurfum að innleiða í stjórnarskrá ákvæði um minnihlutastjórnir. Lagasetning sem minnihlutastjórn á þátt í að setja, hefur víða um heim reynst oft mjög lífseig enda hefur minnihlutinn ætíð þurft að taka sjónarmið meirihlutans alvarlega. Ágreiningur verður þá minni, kannski óverulegur og sú lagasetning hefur öll skilyrði að eiga langt líf fyrir höndum.
Mosi - alias
Guðjón Sigþór Jensson, 3.9.2007 kl. 21:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.