25.8.2007 | 18:32
Hver ber ábyrgð á ferjuklúðrinu?
Margir hafa eðlilega tjáð sig um Grímseyjarferjuna sem keypt var notuð erlendis frá. Sýnist eðlilega öllum sitt hvað í þessu furðulega máli. Ljóst er að heimildin í fjárlögum er að kaupa fé fyrir andvirði eldri ferju sem að öllum líkindum er enn óseld! Spurning er því hvort heimild til kaupanna sé því ekki bundin þessari eðlilegu forgangsröð: selja eldri ferju fyrst og kaupa fyrir andvirði hennar og auknu framlagi úr ríkissjóði.
Ríkisendurskoðandi hefur í greinargerð sinni gagnrýnt mjög kaupin á faglegan hátt en fjármálaráðherra lætur hafa eftir sér að þetta sé bara venja í stjórnsýslunni!!! Þetta innlegg ráðherra þykir Mosa vera með endemum!! Er sem sagt venja stjórnmálamanna að fara ekki eftir því sem samþykkt er á Alþingi Íslendinga? Spurning er hvort fjármálaráðherra hafi ekki tekið á sig ábyrgð á þessu klúðri. Og ef svo er, þá þarf Alþingi að taka til sinna ráða og ef ástæða er til að kalla saman Landsdóm að taka á þessu máli.
Ljóst er að einhver ókunnur stjórnmálamaður hefur tekið umdeilda ákvörðun sem leiddi til kaupanna á þessu umdeilda skipi. Hann hefur brugðið yfir sig huliðshjálminum og virðist vera horfinn bak við þetta mikla leyndarmál. Spurning hver hann er þessi huldaður. Þá er önnur áleitin spurning hvort einhver hafi haft einhvern fjárhagslegan ávinning á að þessi ákvörðun hafi verið tekin. Ef svo er þá er ekki fjarri að ætla að mútur tengist þessu máli.
Mosi stendur með ríkisendurskoðenda hvers hlutverk er að gæta þess að fjármunir ríkissjóðs sé rétt varið og í fullkomnu samræmi við það sem Alþingi hefur ákveðið og nýtist sem best í þágu þjóðarinnar. Framkvæmdavaldið er bundið ákvörðunum Alþingis og hefur ekki heimild að breyta ákvörðun sem tekin hefur verið af því.
Mosi - alias
Ísland vann í lottóinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hér eru á ferðinni tæknileg mistök.
Kannski var Mullerinn bara að leiða huga okkar að þessu til að fela annað.
Annars verður gaman að sjá hver fær að fjúka núna.
Hreyndýrið (IP-tala skráð) 25.8.2007 kl. 19:18
Elsku kallanir mínir, það fær enginn að fjúka, samtrygging stjórnmálamanna sér um það.
Hvað eiga menn að gera þegar beiðni frá æðsta yfirmanni kemur um það að ákveðið verk skuli gert og sett í forgang? Auðvitað,, þú bara setur ferlið af stað, en svo í þessu tilviki kemst klúðrið upp og þá er byrjað á að hengja þann lægst setta og svo koll af kolli, en toppnum ná þeir aldrei (þe. raunverulega sökudólgnum). Hann er falinn á bak við samflokksmenn sína og reyndar alla þáverandi þingmenn, því, við skulum ekki gleyma ábyrgð stjórnarandstöðu á þingi, hún á að veita virkt aðhald (sem hún getur að vísu ekki gert nema hafa upplýsingar). Þannig að auðsýnt er, að nú vill enginn kenna Sturlu um því það bitnar á þeim sjáfum. Þetta er í mínum huga enn eitt klúður Sturlu, hans ferill virðist vera þakinn álíka verkum, forvitnilegt að vita hvað kæmi út úr stjórnsýsluúttekt á hans verkum.
Í þessu sambandi get ég ekki gert að því að mér dettur í hug, þegar sagt var frá því hvað ferjan kostaði hvern Grímseying, hvað ætli Héðinsfjarðargöngin kosti á hverja ferð eftir þeim?
Guðjón (IP-tala skráð) 25.8.2007 kl. 20:05
Sökudólgar:
1. Sturla Böðvarsson
2. Vegamálastjóri
3. Árni Mathiesen
í þessari röð og eiga allir að fjúka, það er stórfurðulegt íslenskt fyrirbæri að Sturla geti falið sig á baki við að vera forseti þingsins og þarafleiðandi alveg ósnertanlegur, þetta gæti hvergi gerst nema í BANANALÝÐVELINU Íslandi, þá er ég mjög óánægður með að Kristján Möller sem var duglegur að gagnrýna málið sem óbreyttur þingmaður hefur gjörsamlega tekið U-beygju og gerir allt til að vernda forvera sinn Sturluu Böðvarsson, þetta er skandall !
Skarfurinn, 25.8.2007 kl. 21:00
Mig langar til að biðja alla sem málið lætur sig varða að gæta hófs í orðum. Við eigum að spara stóru yfirlýsingarnar enda ekki ástæða til annars að gæta hófs í orðum. Enginn er sekur fyrr en sekt er sönnuð og við verðum að treysta á að mikið er umburðarlyndi meðal okkar Íslendinga gagnvart þeim sem breiskir eru. Kannski er sérstök ástæða af þeim ástæðum til varkárni!
En þetta mál er eins og fleiri: góð áminning um að við pólitíska ákvörðun þá þarf sú ákvörðun að byggjast á mjög raunhæfum og traustum forsendum að hún standist tímans tönn. Samtíðin er og ekki síst framtíðin getur orðið mjög gagnrýnin á það sem fortíðinni tilheyrir enda eru þá allt aðrar forsendur til staðar. Því er rík ástæða til að landsstjórnendur ígrundi vel og vandlega það sem þá varðar: Að taka ákvörðun sem framtíðin geti ætíð orðið sátt við.
En freistingarnar geta víða komið við sögu og það er ákkúrat sem þarf að staldra við: hafði einhver fjárhagslegan skyndihagnað af því að þessi umdeilda ákvörðun um kaup á þessu vandræðaskipi var tekin?
Mosi - alias
Guðjón Sigþór Jensson, 25.8.2007 kl. 22:59
Mér finnst við eiga það inni hjá n.v.ráðamönnum að fá að vita í gegn um hvaða skipasala var ferjan keypt og hvað voru sölulaunin.Frumskóatrommurnar dynja sem aldrei fyr og með margar fyrirsagnir.Þess vegna á að leggja öll spil á borðið ,eins og nv ráðherra krafðist í vor þegar málið koms í Fyrirsagnir blaðana þegar hann var"óbreyttur"alþimgismaður
Ólafur Ragnarsson, 26.8.2007 kl. 03:13
Guðjón minn, hvar var farið yfir mörkin í orðavali að þínu mati ? hef lesið þetta yfir og sé ekkert sem gæti sært blygðunarkennd manna, mér finnst ekkert að því að menn tali hér mannamál Guðjón ..
Skarfurinn, 27.8.2007 kl. 16:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.