Gamall fressköttur í Samfylkingarbrúnni

Þá er stjórnarmyndun að baki, stjórnarmyndun sem virtist ekki hafa verið mjög erfið. Mörgum finnst Samfylkingin hafi lagt til hliðar mörg af stefnumálum sínum og selt sig fremur ódýrt á altari stjórnmálanna. Beri hæst að nú á ekki að afmá skömmina sem fólgst í því þegar þeir félagar Davíð Odddsson og Halldór Ásgrímsson lýstu stuðningi á sínum tíma yfir umdeildu stríði umdeilds manns af umdeildu tilefni. Það var eins og ráðherrastólarnir væru Samfylkingunni mikilvægari en ákveðnara orðalag í stjórnmálayfirlýsingu!

Mörgum þykir Samfylkingin hafi selt sig Sjálfstæðisflokknum fremur ódýrt miðað við aðstæður. Eina sem virðist standa upp úr eru velferðarmálin og þó! Meðan yfirstjórn heilbrigðismála eru komin í hendurnar á manni sem hefur áður marglýst yfir jákvæðni gagnvart einkavæðingu þá eru þessi mál ekki í nógu góðu ástandi. 

Að Össur líki sér við gamlan fresskött er kannski spaugilegt en kann það ekki að vera viss vísbending um að viðræðurnar um stjórnarmyndun við Sjálfstæðisflokkinn hafi mistekist í verulegum mikilvægum málefnum? Margt bendir til þess. En nú rennur vonandi sumarið í garð eftir langt og kalt hret. Reynir fyrst og fremst á nýju ríkisstjórnina að haustnóttum, þegar skammdegið dregur hött vetrardrungans á sig og Esjan vefur um sig hefðbundinn vetrarbúning sinn. Kannski að Samfylkingin hafi náð að stilla Sjálfstæðisflokknum ögn meira til vinstri sem ekki veitti af eftir mjög harða siglingu á stjórnborða. „Hart í bak!“ ætti að vera skipun dagsins, hvort sem gamli fressköttur Samfylkingarinnar á í hlut eða einhver annar í Samfylkingarbrúnni. Nú reynir á hvort gamli fresskötturinn og Ingibjörg hafi höndlað vel á markaði stjórnmálannna og sýni alþjóð hvort einhver dugur sé í þeim.

Við vonum það besta. Kannski húskarlinn geti komið vitinu fyrir húsbóndann jafnvel þó hann hafi brugðið sér í gervi fresskattar.

Mosi alias 

 


mbl.is Össur: Er eins og gamall öróttur fressköttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband