Nýja tíma með breyttum áherslum - en án Framsóknar takk fyrir!!

Dæmigerðir framsóknarmenn: 

Í kosningunum fóru framsóknarmenn virkilega halloka. Þeir misstu mjög mikið fylgi en svo er að sjá að þeir virðast ekki átta sig á því að vitjunartími þeirra í Stjórnarráðinu er liðinn. Og þeir virðast heldur ekki geta gert upp hug sinn hvort þeir eigi að skunda hið snarasta út úr Stjórnarráðinu - eða vera kjurir. Ekki verður bæði bitið í kökuna eða hún eftirlátin öðrum!

Framsókn hefur oft verið núið um nasir að vita ekki með vissu hvort hún vilji hægri eða vinstri snú, inn eða út. Svo virðist sem þeir líti með eftirsjá valdastólana sem þeir hafa setið. Framsókn hefur ekki alltaf tekið réttar ákvarðanir, sumar meira að segja mjög flausturslegar með Sjálfstæðisflokknum. Stuðningur við Bushstríðið, kvótabraskið, bankabraskið, símabraskið, umdeild ákvörðun um Kárahnjúkavirkjun sem líkur benda til að hafi verið til að bjarga ítalska fyrirtækinu frá gjaldþroti, brögðin sem þeir beittu gamla fólkið og öryrkjana, undirlægjuhátturinn við Bandaríkin, opnun möguleika á að selja orkuveitur og vatnið - á að segja meira?

Nei ætli sé ekki betra að þegja - kannski þessi villuráfandi stjórnmálaflokkur sem Framsókn er fari fyrr eða síðar að átta sig á niðurstöðum kosninganna. Tími þeirra í Stjórnarráðinu er úti!!!

Nýja tíma með breyttum áherslum - en án Framsóknar takk fyrir!!

Mosi

 


mbl.is Viðræður stjórnarflokka enn í gangi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband