Allt ofbeldi er fyrirlitlegt

Þegar þess er minnst að þangað til þessi umdeildu samtök sökktu tveim hvalveiðibátum (sem kannski væri betur nýtt til hvalaskoðunar) og frömdu skemmdarverk í Hvalstöðinni í Hvalfirði, þá voru langflestir Íslendingar á því að hætta hvalveiðum. Með þessum umdeildu skemmdaverkum á sínum tíma snérist þetta við: hvalveiðar hafa verið mörgum Íslendingum hugleiknar þó svo að þær borgi sig ekki.

Ef þessi Paul Watson ætlar sér að gera gagn, ætti hann að leggja áherslu á að taka upp friðsamleg mótmæli. Ofbeldi er og verður alltaf tortryggilegt af öllu heiðvirðu fólki.

Mér fannst t.d. þessi mótmæli austur við Kárahnjúka og við álstassjónina á Reyðarfirði hér um árið ekki til fyrirmyndar. Því miður verður að segja að þegar ofbeldi kemur við sögu eða ólögmætar athafnir, þá hefur slíkt í för með sér tortryggni sem er yfirfærð einnig á þá sem ekki vilja beita slíku en leggja áherslu á friðsöm mótmæli.

Spurning hvort handtaka þessara Sea Shephard karla skili nokkru er stór spurning. Kannski það sé eftirsóknarvert af þeim að verða handteknir til þess að vekja athygli. Þá væri hyggilegra að doka við og athuga kannski aðrar aðferðir. Í þorskastríðunum var t.d. enskum togurum bannaðar allar bjargir hér á landi. Kannski væri unnt að beita svipuðum aðferðum.

Ef þeir hins vegar valda einhverjum tjóni er handtaka lögreglu réttmæt en þá þarf að rannsaka málið og leggja fyrir dómstóla ef sakir eru miklar. Við verðum að treysta lögreglunni að sjá um þessi mál en ekki taka sjálf lögin í okkar hendur. Það gerir enginn heilvita maður.

En vonandi valda þessi samtök ekki meira tjóni á viðhorfum okkar hinna sem vilja beita friðsömum aðferðum við að mótmæla. Aðferðir mótmælenda sem beitir ofbeldi er til þess fallið að valda okkur hinum erfitt fyrir. Við fáum á okkur sama stimpil og ofbeldismaðurinn án þess að hafa gefið tilefni til þess.

Alla vega leyfi eg mér að mótmæla öllum hugmyndum um mótmæli sem hefur ofbeldi í för með sér í hvaða mynd sem er.

 Mosi


mbl.is Skip Sea Shepherd leggur af stað áleiðis til Íslands í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Finnst vægt að vísa þeim bara úr landi, þetta lið hefur framið hryðjuverk gegn þjóðinni og eru líklegir til þess að endurtaka leikinn. Finnst eins og við eigum að taka harkalega á þessu og bara sökkva þeim ef þeir fara inn á okkar lögsögu, getum tilkynnt þeim það áður til að vera aðeins mannúðlegri.

Geiri (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 19:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband