15.5.2007 | 09:16
Allt ofbeldi er fyrirlitlegt
Þegar þess er minnst að þangað til þessi umdeildu samtök sökktu tveim hvalveiðibátum (sem kannski væri betur nýtt til hvalaskoðunar) og frömdu skemmdarverk í Hvalstöðinni í Hvalfirði, þá voru langflestir Íslendingar á því að hætta hvalveiðum. Með þessum umdeildu skemmdaverkum á sínum tíma snérist þetta við: hvalveiðar hafa verið mörgum Íslendingum hugleiknar þó svo að þær borgi sig ekki.
Ef þessi Paul Watson ætlar sér að gera gagn, ætti hann að leggja áherslu á að taka upp friðsamleg mótmæli. Ofbeldi er og verður alltaf tortryggilegt af öllu heiðvirðu fólki.
Mér fannst t.d. þessi mótmæli austur við Kárahnjúka og við álstassjónina á Reyðarfirði hér um árið ekki til fyrirmyndar. Því miður verður að segja að þegar ofbeldi kemur við sögu eða ólögmætar athafnir, þá hefur slíkt í för með sér tortryggni sem er yfirfærð einnig á þá sem ekki vilja beita slíku en leggja áherslu á friðsöm mótmæli.
Spurning hvort handtaka þessara Sea Shephard karla skili nokkru er stór spurning. Kannski það sé eftirsóknarvert af þeim að verða handteknir til þess að vekja athygli. Þá væri hyggilegra að doka við og athuga kannski aðrar aðferðir. Í þorskastríðunum var t.d. enskum togurum bannaðar allar bjargir hér á landi. Kannski væri unnt að beita svipuðum aðferðum.
Ef þeir hins vegar valda einhverjum tjóni er handtaka lögreglu réttmæt en þá þarf að rannsaka málið og leggja fyrir dómstóla ef sakir eru miklar. Við verðum að treysta lögreglunni að sjá um þessi mál en ekki taka sjálf lögin í okkar hendur. Það gerir enginn heilvita maður.
En vonandi valda þessi samtök ekki meira tjóni á viðhorfum okkar hinna sem vilja beita friðsömum aðferðum við að mótmæla. Aðferðir mótmælenda sem beitir ofbeldi er til þess fallið að valda okkur hinum erfitt fyrir. Við fáum á okkur sama stimpil og ofbeldismaðurinn án þess að hafa gefið tilefni til þess.
Alla vega leyfi eg mér að mótmæla öllum hugmyndum um mótmæli sem hefur ofbeldi í för með sér í hvaða mynd sem er.
Mosi
Skip Sea Shepherd leggur af stað áleiðis til Íslands í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Finnst vægt að vísa þeim bara úr landi, þetta lið hefur framið hryðjuverk gegn þjóðinni og eru líklegir til þess að endurtaka leikinn. Finnst eins og við eigum að taka harkalega á þessu og bara sökkva þeim ef þeir fara inn á okkar lögsögu, getum tilkynnt þeim það áður til að vera aðeins mannúðlegri.
Geiri (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 19:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.