8.5.2007 | 08:50
Spilling í tengslum við Framsóknarflokkinn
Þegar bókstafinn B ber á góma er ástæða að sýna varkárni: Berluskóní, Bush og x-B á Íslandi. Af hverju skyldi því sæta?
Þegar grannt er skoðað þá er flest hneykslismál og undirferli í samfélaginu bundið við Framsóknarflokkinn. Hver gleymir spillingunni hjá Sís og Samvinnutryggingum og fleirum fyrirtækjum sem tengist þessum stjórrnmálaflokki? Einu sinni var hringt í vinsælan kaupfélagsstjóra í litlu kauptúni úti á landi. Í símanum var starfsmaður Samvinnutrygginga sem vildi tilkynna kaupfélagsstjóranum að hann ætti von á ávísun sem sérstaka greiðslu fyrir samskiptin á liðnu ári, n.k. síðkominn jólaglaðningur! Kaupfélagsstjóri þessi sem var þekktur fyrir að vera vandur að virðingu sinni vildi fá nánari útskýringar. Jú, þetta væri vegna tjóns á kaupfélagsbílnum! En hann hefur ekki lent í neinu tjóni að mér sé kunnugt. Samvinnutryggingamaðurinn fyrir sunnan vildi nú koma þessum þrjóska og skilningssljóa landsbyggðarmanni í skilning um að ef hann skildi ekki að verið væri að jafna gróðanum af tryggingum liðins árs út til kaupfélaganna því reka þyrfti félagið á núlli og helst einhverju tapi til þess að fá bettra tilefni að fá hækkun!!! Kaupfélagsstjórinn gaf sig ekki og var kvaddur suður á teppið hjá stóra Sís. Þetta var tilefni að leiðir skildu kaupfélagsstjórinn fyrrverandi og stóri Sís en ekki leið á löngu að þessi sami ofurstóri Sís varð að gjalti og heyrði brátt öskuhaugum sögunnar til.
En það var ýmsu komið á þurrt áður en Sísveldið hrundi alveg. Eitt af því var skipadeildin sem dregin var á þurrt áður en gamla veldið hrundi. Fékk nýtt nafn og siglir enn undir nafninu Samskip. Þegar forstjóri þess hélt upp á afmæli sitt í fyrra var haldin óvenjuleg veisla honum til heiðurs. Skemmtikraftur heimsfrægur var fenginn til að hafa ofan fyrir fólki um klukkustundar skeið fyrir einar 100 milljónir, hæl ævilaun flestra! Kannski var sérstök ástæða til að fagna: Kaupþingsbankinn hafði keypt út flesta litlu hluthafana í útgerðarfyrirtækinu HBGranda og átti á síðasta aðalfundi um þriðjung í fyrirtækinu. HBGrandi á stærsta hlutann í fiskveiðikvótanum, milli 11-12% eins og kunnugt er. Þennan þriðjungshlut seldi Kaupþing banki Samskipum núna í vor að því að virðist vera á sama verði og bankinn keypti! HVort þjóðin viti af þessu er mér ekigi kunnugt en fyllsta ástæða er að gruna Framsóknarflokkinn og flest það sem honum tilheyrir um græsku:
Áskilur Framsóknarflokkurinn sér greiðslur frá erlendum iðnfyrirtækjum þegar gerður er leynilegur samningur um orkuver og starfsleyfi? Af hverju er þessum sömu fyrirtækjum gefinn mengunarkvóti?
Er þetta tilviljun? Hvað er að gerast í íslensku fjármálalífi? Hvaða áhirf hefur þetta á framtíðina: Ekkert stopp! - segir x-B! Enginn flokkur á íoslandi var jafntengdur braski ýmiskonar í tengslum við bandaríska herinn á sínum tíma. Framsóknarflokkurinn hefur misst stóran spón úr aski sínum og vill endurheimta fyrri stöðu: Ekkert stóriðjustopp: Spillinguna áfram takk fyrir!!
Er velferð flokksins tekin fram yfir réttlátt og heiðarlegt þjóðfélag?
Samfylkingin og VG vilja réttlátara þjóðfélag þar sem fólkið í landinu á að vera í fyrirrúmi en ekki velsæld fárra ríkra með mengandi stóriðju. Velferð fólksins á að vera það sem við viljum berjast fyrir!
Mosi
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.