Er Framsóknarflokkurinn hafinn yfir lög í landinu?

Mörg eru hneykslin sem tengjast hafa Framsóknarflokknum gegnum tíðina. Þessi flokkur virðist telja sig hafinn yfir allar reglur, landslög sem og siðareglur sem mér finnst hafa vantað mjög mikið á því háaeða lága Alþingi hvort sem landsmenn vilja hafa það.

Ekkert hefur flokki þessum verið heilagt hvorki kyrrð hálendisins, niður fossins, kvak fuglsins, ilmur blómsins: þessu er öllu fórnað á altari skyndigróðans af riddurum Framsóknarflokksins.

Svo kemur upp þessi frétt með verðandi tengdadóttur umhverfisráðherrans. Að hún öðlist íslenskan ríkisborgararétt eftir einungis 15 mánaða dvöl í landi þegar lögin segja lágmark 36 mánuði eða önnur sérstök skilyrði sem ekki eiga við í þessu tilviki.

Mér finnst að þetta þurfi að rannsaka hvernig þetta mátti gerast. Til að öðlast ríkisborgararétt þarf að uppfylla ákveðin og viss skilyrði sem viðkomandi uppfyllir aldeilis ekki. Nú er ráðherra lögfræðingur að mennt og ætti að vita að öll frávik frá lögum hafa ætíð haft mjög slæm fordæmisáhrif. Eftir höfðinu dansa limirnir - hvernig ætlast ráðherrann og lögfræðingurinn að aðrir virði landslög þegar þau eru þverbrotin í örskotshelgi?

Spurning hvort um vítavert kæruleysi sé að ræða af ráðherra vegna þessa máls eða hvort það hafi verið einbeittur ásetningur að brjóta lögin um ríkisborgararétt. Skýringa er alla vega þörf og það án undandráttar!

Mér finnst vera spurning hvort þetta sé ekki ástæða til að fara fram á það að ráðherra segi þegar af sér ráðherradómi og jafnvel setu á alþingi!

Framsóknarflokkurinn mætti mín vegna hverfa af þingi og heyra alveg sögunni til. Hans yrði EKKI saknað því minningar um margvíslega spillingu af ýmsu tagi væri gott tilefni að hreinsa andrúmsloftið eftir þessa voðalegu stjórn þessa flokks.

Mosi alias 


mbl.is Nefndarmenn hafi tekið fram að þeim hafi verið ókunnugt um tengsl Jónínu og umsækjandans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Guðjón: Hvaða lög hafa verið brotin? Þú athugar að stúlkan fékk ríkisborgararéttinn með lögum. Þeir Alþingismenn sem fjölluðu um málið hafa sagst ekki hafa vitað af tengslum þeirra og lögin voru samþykkt án mótatkvæða eða hjásetu. Þú þarft að útskýra hvað þú átt við. Annars ertu að gera þig sekan um það sama og Helgi Seljan, nornaveiðar

Gestur Guðjónsson, 26.4.2007 kl. 23:07

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sæll Gestur

Til að öðlast íslenskan ríkisborgararétt þarf að fullnægja vissum skilyrðum. Ekki verður séð annað af staðreyndum málsins annað en að ákvæði þessara laga um ríkisborgararétt hafi ekki verið virt.

E.t.v. hafa þeir þingmenn sem fóru yfir þessi mál ekki unnið vinnuna sína. Þá er einnig spurning hvernig stendur á því að þessi umsókn hafi farið gegnum embættismenn Stjórnarráðsins án athugasemda? Spurning er hvort ráðherra sem málið varðar hafi beitt hugsanlega einhverjum þrýstingi. Mér finnst því vera rétt að þetta mál sé rannsakað til að kanna hvaða ástæður lágu að baki að þessi mistök verða.

Eða ætlast ráðherra til að við almennir friðsamir borgarar þessa lands berum virðingu fyrir landslögum ef viðkomandi ráðherra finnst sjálfsagt að ganga þvert á efni þeirra og tilgang?

Mosi alias

Guðjón Sigþór Jensson, 27.4.2007 kl. 08:39

3 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Gert er ráð fyrir þessu ferli í lögunum. Það hefur margt komið fram og mas Helgi Seljan lét þess getið. Þannig að forsendur röksemdafærslu þinnar standast ekki.  Það er alltaf spurning hvort það sé í lagi að hafa þetta ferli. Hef í sjálfu sér ekki skoðun á því að svo komnu máli.

Gestur Guðjónsson, 27.4.2007 kl. 08:46

4 identicon

Heyrðu Guðjón, þú segir: "og lögin voru samþykkt án mótatkvæða eða hjásetu." Hvaða lög var verið að samþykkja?

Jón Bragi (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 21:35

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sæll Jón

Þessi ummæli eru ekki eftir mér heldur í fyrri aths. frá  Gesti Guðjónssyni hér að ofan.

Vinsamlegast

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 29.4.2007 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband