26.4.2007 | 11:46
Mikill hagnaður sem skilar sér ekki til hluthafa
Óska má stjórnendum Kaupþings banka til hamingju með feiknagóðan árangur.
En eitthvað finnst mér athugavert við arðgreiðslur í fyrirtæki sem sankar að sér meiri gróða en nokkuð annað fyrirtæki sem starfar á Íslandi um þessar mundir:
Fyrir framan mig er arðgreiðslumiði vegna 2007. Af 3.086 hlutum er greiddur arður 14 krónur fyrir hverja krónu nafnverðs eða 43.204 og að frádregnum 10% skatti standa 38.883 eiganda hluta þessara til ráðstöfunar. Nú hefur markaðsverð hvers hlutar verið tæplega 1.100 krónur þannig af ríflega 3 milljóna eign er arðurinn einungis tæplega 40.000 krónur. Þetta þættu lélegar heimtur af fjalli. Spurning hvort að óbreyttu sé þetta góður fjárfestingakostur fyrir venjulegan sparifjáreiganda.
Mosi alias
Hagnaður Kaupþings 20,3 milljarðar fyrstu 3 mánuði ársins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 243409
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það eru rúmlega 740 milljón hlutir í Kaupþing. Miðað við 14 kr. á hlut reiknast mér að þeir hafi greitt út 10,3 milljarða í hagnað til hluthafa eða rúmlega helming hagnaðarins.
Ertu viss um að það séu svo lélegar heimtur?
Markús (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 11:57
10.3 miljarðar eru einungis um 12% af þeim ríflega 80 milljarða hagnaði bankans í fyrra.
Tæpar 39 þús af rúmlega 3ja milljóna eignarhluta er léleg ávöxtun. Að vísu hefur gengið hækkað mjög mikið en það rokkar upp og niður og því ekki auðvelt að reikna út með mikilli nákvæmni.
Þetta kalla eg lélegar heimtur af fjalli.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 26.4.2007 kl. 14:24
en Mosi minn, þú gleymir því að hækkun á verði bréfanna var um 37% á síðustu 12 mánuðum. Eru það lélegar heimtur af fjármálafjallinu?
Burkni (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 14:32
Hlutabréf hafa það einkennilega eðli að hækka og lækka rétt eins og silfurpeningar.
Sá sem keypti fyrr í vikunni í bjartsýniskasti á genginu 1090 en seldi í dag á genginu 1070 vegna þess að hann komst að því að hann þurfti að losa fé hefur vart riðið feitu hrossi úr þeim viðskiptum.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 26.4.2007 kl. 22:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.