Var hálendi Austurlands fórnað til að bjarga ítalska fyrirtækinu Impregilo frá gjaldþroti?

Í ágúst árið 2002 rann út frestur í útboði Landsvirkjunar á evrópska
efnahagssvæðinu um tilboð við gerð stíflu við Kárahnjúka og virkjunar án þess
að nokkuð verktakafyrirtæki hefði sent inn tilboð.

Fyrrihluta septembermánaðar þessa sama árs dvaldi Davíð Oddsson þáverandi
forsætisráðherra suður á Ítalíu sem persónulegur gestur umdeildasta
stjórnmálamanns í Evrópu. Í blaðafregnum lét okkar maður vel af dvöl sinni þar
syðra með félaga sínum Berlusconi. Ekki liðu nema nokkrar vikur frá heimkomu
Davíðs að tilboð barst Landsvirkjun frá stórfyrirtækinu Impregilo. Fyrirtæki
þetta hefur sérhæft sig í verktökum við mjög erfið ytri skilyrði og hefur
verið með umdeildar framkvæmdir víða um heim. Þannig hafa þeir verið í umfangsmiklum framkvæmdum í suðaustur Tyrklandi á áhrifasvæði
Kúrda. Þær eru í líkum stíl og austur við Kárahnjúka en umfangsmeiri. Er vatni úr stórfljótinu Efrat veitt vestur á bóginn og verður það mun rýrara af vatni þegar það rennur áfram um hina fornu Mesapótamíu. Þessar framkvæmdir hafa meira og minna verið unnar undir tyrkneskri hervernd!

Þá hafði Impregilo ratað í ýms vandræði, erfitt mútuhneyksli í Lesotho í
Suður-Afríku sem kostaði fyrirtækið offjár. Auk þess var tap upp á um 800
milljónuir evra á verki á Norður-Ítalíu við gerð jarðgangna og hraðbrauta
(Autostrada) sem nam hærri fjárhæðum en allt hlutafé (Stocks) Impregilo sem nemur
709 milljónum evra. Mútuhneykslið í Suður-Afríku kostaði fyrirtækið áþekka
fjárhæð.

Um mitt ár 2002 stóð þannig á fyrir Impregilo að það var orðið mjög skuldsett. Bankarnir, skuldheimtuaðilarnir voru eðlilega uggandi um sinn hag og settu stjórnendum Impregilo skýr skilyrði fyrir því að ef ekki yrði gengið að fyrirtækinu og það gert upp að stjórnendur þess gætu sýnt fram á þeir gætu haft verulegan hag af nýju stóru verkefni. Ellegar yrði krafist gjaldþrotaskipta og það án tafar!

Það er undir þessum kringumstæðum sem Impregilo sendir inn tilboð um byggingu
Kárahnjúkavirkjunar eftir að þeir forsætisráðherranir Berlúskóni og Davíð
Oddsson höfðu rætt náið saman í septemberbyrjun 2002. Stjórnendur Landsvirkjunar
voru því ærið fegnir að fá upp í hendurnar að því að þeir töldu hagstætt tilboð.

Eftir fall Berlusconi var eitt af fyrstu verkum Prodístjornarinnar að hætta við
byggingu brúar yfir Messínasund en ríkisstjórna Berlusconi hafði samið við
Impregilo um verkið sem var þegar hafið. Eigi fer mörgum sögum af því verkefni
í íslenskum fjölmiðlum!

Nú víkur sögunni til Danmerkur:
Fyrir um áratug var auglýst útboð á evrópska efnahagssvæðinu á vegum
Kaupmannahafnarborgar um gerð neðanjarðarlestakerfis, verkefni sem
fékk nafnið Metró. Systurfyrirtæki Impregilo sendi inn mjög hagstætt tilboð og
Danir gengu þegar til samninga. Verkið var unnið fljótt og vel og afhent í fyllingu tímans. En lokareikningurinn hljóðaði upp á fjórfalda fjárhæð upphaflega tilboðsins! Þeir dönsku komu af fjöllum þó svo engin séu fjöllin í Danmörku og urðu ekki en lítið
hlessa á þessum lokareikningi. Þeir ítölsku bentu Dönum á að útboðsgögnin hafi
verið öll meira og minna vitlaus: Jarðvegur hafi verið lausari í sér og annarar
gerðar en kveðið var á í útboði og það hafi valdið því að verkið allt hafi orðið
vandasamara og kostaðarsamara. Þá hafi þeir ætíð fengið samþykki eftirlitsaðila
fyrir öllum frávikum og breytingum á verkinu sem máli skiptu. Til að forðast gerðardóm og eftirfarandi rándýr málaferli ákvað danska ríkið að hlaupa undir bagga með Kaupmannahafnarborg enda rambaði höfuðstaður Danmerkur á barmi gjaldþrots eftir þetta Metróævintýri.

Nú eigum við í nánustu framtíð von á lokareikning frá Impregilo fyrir verktöku þeirra á Austurlandi. Hvort hann reynist einnig fjórfalt hærri en þeir buðust upphaflega til að vinna verkið skal ósagt. En ljóst er að útboðsgögn á þessu verkefni var vissulega verulega áfátt í veigamiklum atriðum vegna ónægra rannsókna. T.d. var ekki ljóst hvort gera þyrfti sérstakar ráðstafanir vegna hugsanlegra sprungna í stíflustæðinu eins og síðar kom fram. Þá reyndust jarðlög undir Þrælahálsi sérstaklega þrælerfið ítalska fyrirtækinu. Hvort tveggja átti sinn þátt í seinkun framkvæmda og hafa framkvæmdir ábyggilega ekki orðið hagkvæmari fyrir vikið.

Kárahnjúkavirkjun verður með nokkurri vissu töluvert dýrari en upphaflega var reiknað með. Spurning er hvort ítalska fyrirtækið gangi ekki mjög hart að Landsvirkjun að reikningar verði gerðir þegar upp enda hefur verið sagt um þetta ítalska fyrirtæki að það hafi fleiri lögfræðinga í sinni þjónustu en verkfræðinga! Þrýstingur er á Ítalina að þeir standi í skilum við bankana og geri upp sínar skuldir.

Verður Landsvirkjun kannski tekin upp í skuld og í höfuðstöðum Landsvirkjuna á Háaleitisbraut verði þá eftirleiðis aðallega töluð ítalska af stjórnendum á þeim bæ? Þá má ekki gleyma að nokkuð ljóst er að hugur núverandi stjórnvalda stendur til að einkavæða fyrirtækið. Þá getur ríkisstjórnin slegið tvær flugur í einu höggi: losna við erfið uppgjörsmál og einkavæða Landsvirkjun í leiðinni! En þá þarf að hafa hraðar hendur eins og í sláturhúsunum því nú eru aðeins nokkrar vikur í þingkosningar!

Spurningin er:

Var hálendinu fórnað við byggingu minnisvarða umdeildra framkvæmda til að bjarga ítölsku fyrirtæki ekki síður en að afla Framsóknarflokknum fleiri atkvæða á Austurlandi?

Mosi

esja@heimsnet.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Hvað merkir orðið kickback? Bara spyr.

Hlynur Þór Magnússon, 18.4.2007 kl. 11:59

2 Smámynd: Pétur Þorleifsson

Spurt var líka um spillingu hér, hér og hér.

Pétur Þorleifsson , 19.4.2007 kl. 10:47

3 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

góðar spurningar og það verður spennandi að fá lokareikning. Eftir kosningar...

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 20.4.2007 kl. 12:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 243412

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband