Traustið

Athygli vekur hve múslimar í Lundúnum bera mikið traust til breskra stjórnvalda. Ætli ástæðan fyrir því að þeir eru í Bretlandi og svo margir þar, sé ekki vegna þess að þeir vilja ekki búa við annað stjórnarfar en þar er. Kannski að í upprunalegu heimalandi þeirra sé stjórnarfarið gjörspillt og mannréttindi fótum troðið. Kannski ofsóknir, atvinnuleysi, enginn möguleiki að sækja sér staðgóða og vandaða menntun? Skiljanlegt er að fólk komi sér í burtu frá baslinu, fátæktinni og kúguninni og leiti sér því búsetu í friðsömu landi þar sem það fær að lifa betra lífi.

Er þetta ekki hvatning til þess að þjóðir heims leiti leiða hvernig unnt sé að efla sem mest lýðræði og traust í öllum löndum heims? Af hverju mætti ekki oftar líta til merkra mannvina og hugsjónamanna á borð við Nelson Mandela? Hann er guðfaðir nútíma lýðræðis í Suður Afríku sem margir mættu taka sér til fyrirmyndar. Þá er Mandela aðalhöfundur stjórnarskrár þeirrar sem Suður Afiríkubúar eiga, ein sú frjálslegasta og framsýnasta sem um getur og byggist á eldri góðum stjórnarskrám og mannréttindayfirlýsingum. Þessi stjórnarskrá þeirra í Suður Afríku ætti að geta verið góð fyrirmynd allra landa hvaða trú, hörundslit eða tungumál og menningu hver hefur.

Ætli það sé ekki traustið sem er okkur einn mikilvægasti eiginleikinn í okkar daglega lífi? Að treysta er að trúa að allt geti gengið upp! Að allir geti lifað við frið og sátt við allt gott fólk sem alls staðar er að finna.

Mosi alias

 

 


mbl.is Múslímar í London hafa mikið traust á stjórnvöldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 243411

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband