Vill þjóðin fórna ferðaþjónustunni fyrir nokkra hvali?

Hvalveiðar eru mikil tímaskekkja og margt bendir til að við þurfum ekki á hvalveiðum að halda. Lagaumhverfi hvalveiða hefur breyst mjög mikið á undanförnum 20 árum, nú má t.d. ekki vinna spik, bein né annan úrgang hvorki til manneldis né dýrafóðurs eins og áður var leyft.  Nú þarf að urða megnið af hvalnum og má geta þess að nær 200 tonn var ekið síðast liðið haust á flutningabílum frá Hvalfirði og vestur á urðunarstað í Fíflholtum á Mýrum, hátt í 100 km leið. Er vit í þessu?

Hins vegar má hafa mjög umtalsmiklar tekjur af hvalaskoðun og sem hefur þann augljósa kost að útgerð skipa til hvalaskoðuna er mun ódýrari en ef hvalir eru veiddir.

Mér finnst að ráðamenn ættu ekki að gefa út nein veiðileyfi þegar aðeins eru örfáar vikur til þingkosninga og núverandi ríkisstjórn verður að halda uppi friðarstefnu, að taka ekki neinar umdeildar ákvarðanir þegar svo skammt er til kosninga.

Mosi

alias


mbl.is Leyfi gefin út fyrir vísindahvalveiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Egilsson

Það er ekki mikið vit í að keyra hvalspikið langar leiðir til urðunar. En við erum ekki að fórna meiru fyrir minna (ferðaþjónustunni fyrir hvalveiðar). Raunin er sú að frá því að vísindaveiðarnar hófust hefur farþegum í hvalaskoðun fjölgað um rúm 23%. Ferðamönnum til Íslands hefur fjölgað um tæp 32%. Gjaldeyristekjur af ferðamönnum hafa aukist um rúm 25%. Þetta eru allt saman opinberar tölur!

Halli

Hallgrímur Egilsson, 17.4.2007 kl. 10:20

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Eitt besta hvalaskoðunarsvæði er undan Snæfellsnesi á mikilvægustu hvalveiðislóðum gömlu hvalbátanna. Hvalaskoðun og hvalveiðar geta aldrei farið saman.

Spurning væri að eigandi hvalbátanna myndi breyta bátunum þannig að unnt væri að nýta þá fyrir hvalaskoðun. Það myndi ábyggilega vera grundvöllur fyrir slíkri ferðaþjónustu.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 17.4.2007 kl. 10:41

3 identicon

Á Íslandi ríkir frjáls markaður þar sem framtak einstaklingsins á ekki að vera takmarkað sama hvort það séu hvalveiðar, hótelrekstur eða verslunarrekstur. Það er ekki hlutverk stjórnmálamanna að gera upp milli atvinnugreina.

Gunnlaugur Snær Ólafsson (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 10:51

4 Smámynd: Hallgrímur Egilsson

Ég efast stórlega um að hvalveiðibátarnir muni elta hvalaskoðunarbátana til að skjóta hvalina fyrir augum ferðamannanna. En eins og tölurnar segja, þá hefur ferðamönnum í hvalaskoðun fjölgað um rúm 23% frá því að við byrjuðum aftur að skjóta hvalina. Hvalveiðar og hvalaskoðun geta farið saman.

Og af hverju ættu ráðamenn ekki að gefa út veiðileyfi þegar örfáar vikur eru til kosninga. Á núverandi ríkisstjórnin ekki að vera eins og hún er, að þora að taka umdeildar ákvarðanir á erfiðum tímum. Ekki vil ég fá ríkisstjórn sem vill ekki taka erfiðar ákvarðanir bara til þess að halda friðinn.

Hallgrímur Egilsson, 17.4.2007 kl. 11:10

5 Smámynd: Hallgrímur Egilsson

"Ef einhver túristi myndi vilja koma hingað og skjóta hrefnu fyrir 5 milljónir"

Þetta er reyndar alveg snilldarhugmynd... En það er meira að segja það en gera. Það er ekkert auðvelt að skjóta hvalina, það eru vanir menn á byssunum sem vita hvað þeir eru að gera.

Hallgrímur Egilsson, 17.4.2007 kl. 11:36

6 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Hvaða ferðaþjónustu ?

Níels A. Ársælsson., 17.4.2007 kl. 12:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband