Smánarbætur

Bæturnar sem landeigendur fá fyrir glatað land úr hendi Landsvirkjunar eru mjög lágar. Fyrir nokkrum misserum voru fyrrum framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins úrskurðaðar rúmlega 200 milljónir fyrir tæpa 4 hektara lands sunnan við Rauðavatn. Ef sami maður hefði verið landeigandi Brúar, hversu mikið hefði hann borið úr bítum nú? Ef þríliðuútreikningur væri notaður, væru bæturnar milli 50 og 60 milljarðar sem nær auðvitað engri átt en möguleiki væri að finna einhvern milliveg.

Ómar Ragnarsson og fleiri hafa gert þetta landssvæði mun verðmætara með því að opna fyrir okkur sem ekki þekktum gjörla þetta svæði. Nú er það aðeins til í minningu okkar og sérstök náttúra þess verður aldrei endurheimt í þeirri mynd sem það var í þegar ákveðið var að fórna því - kannski fyrst og fremst til að rétta fjárhag ítalsks stórfyrirtækis við og forða því frá gjaldþroti - ekki síður að styðja við atvinnumál Austfirðinga.

Mosi


mbl.is Landsvirkjun greiðir 63,7 milljónir fyrir land sem fer undir Hálslón
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hver er munurinn á íbúðaverði á þessum tveimur stöðum Reykjavík og t.d  Egilsstöðum og lóðaverði ?

Jóhann J+ohannsson (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 08:32

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sennilega verður seint byggt á þessari dýrustu lóð Íslandssögunnar því hún er á helgunarsvæði þjóðbrauta: Suðurlandsveg við Rauðavatn að norðaustan, að Breiðholstbraut að austan. Fyrir vestan er austasti hluti Seláshverfis.

Hugsanlega mætti byggja þarna bensínstöð eða fyrir einhverja áþekka starfsemi. Kannski að Reykjavíkurborg fái yfir 200 milljónir fyrir byggingaréttinn til að fá tilbaka útlagt fé?

Guðjón Sigþór Jensson, 16.4.2007 kl. 08:51

3 Smámynd: Ingimundur Kjarval

Ég sé að enginn trúir í raun á loftslagsbreytingar vegna íhlutunar mannsins, þetta land að sjálfsögðu miklu dýrmætara ef yfirborð sjávar hækkaði fyrir austan og gróður næði hærra. En sleppum öllu gríni, þetta er rán um hábjartan dag.

 Hvað næst, einkavinavæða Landsvirkjun þar sem þessi eign endar hjá Reykjavíkuraðlinum. Er þetta ekki farið að minna á Katólsku kirkjuna sem átti orðið allt, örfáir í Reykjavík eða Flórída eiga fiskinn í sjónum, vatnið í ánum etc. etc.

Þetta í raun draumur vinstri og hægri fasista. Vinstri fasistar ættingja embættismannakerfið í Reykjavík sem fær vinnu við að stjórna eignum hægri fasistanna sem eiga allt, alþýðan eignarlaus eða með leifi til þess að borga fasteignakatta og erfðarskatta að því sem það heldur sig eiga þangað til  það verður tekið.

 Þetta sama gerðist með eigur eins mesta listamanns Íslands, Reykjavíkurvaldið gat ekki þolað að listamaður sem það þóttist eiga ætti fjölskyldu.

Og hver er tilgangurinn með þessu öllu? Hef komist að þeirri niðurstöðu, að embættismannakerfið í Reykjavík vilji fá allt undir eins og kirkjan á sínum tíma til þess að tryggja sig og sína. Eins og í Sovét á sínum tíma eigi börnin að taka við foreldrunum í kerfinu. Þetta árátta í okkur öllum sem kemur svona fram í íslenska valdakerfinu, arfur gamla embættismannakerfisins undir Dönum. Kv. Ingimundur Kjarval

Ingimundur Kjarval, 16.4.2007 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 242983

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband