12.4.2007 | 15:14
Ástæður þess að stækkun var hafnað - ókeypis mengunarkvóti
Ástæður þess að stækkun var hafnað
Fyrir framan mig er 11. tbl. af tímaritinu Vísbendingu: vikuriti um viðskipti og efnahagsmál. Í grein á fremstu síðu er rætt um ástæðurnar fyrir því að meirihluti Hafnfirðinga höfnuðu stækkun álversins.
Þar er vikið að sjónarmiðum sem alkunn eru: efasemdir um að halda áfram frekari stóriðju en komið er og þessi eðlilegu byggðasjónarmið en eðlilega er álverið viss tappi í áframhaldandi byggðaþróun Hafnarfjarðar. Í greininni kemur fram auk þess sjónarmið sem vert er að skoða:
Álbræðslan hefur lítt ræktað sambandið við íbúa Hafnarfjarðar. Greiðslur til bæjarfélagsins eru fremur lágar miðað við þessa miklu veltu sem verður vetna starfseminnar. Þá hafi fyrirtækið lítið sem ekkert sinnt félagsstarfsemi í Hafnarfirði t.d. með styrkveitingum þau ár sem það hefur starfað. Það er ekki fyrr en 37 árum eftir að það tekur til starfa og þarf á stuðningi Hafnfirðinga að halda að breyting verði á!
Við þetta vil eg undirritaður eina bæta við: fremur lítið hefur verið gert í því að fegra nánasta umhverfi álbræðslunnar. Af hverju eru hráefnisgeymarnir í æpandi rauðum lit? Er það auglýsing fyrir mengandi starfsemi?
Að vísu var plantað nokkrum trjáhríslum í tíð Christians Roth sem mig minnir að hafi verið nokkuð umhugað að bæta nánasta umhverfi verksmiðjunnar. Því miður voru starfsár hans of fá og áhrif hans urðu því að sama skapi fremur lítil. Það var mjög miður að ekki var haldið áfram á sömu braut og hann hafði lagt á.
Ókeypis mengunarkvóti
Ef stórfyrirtæki ætla að hasla sér völl á Íslandi verða þau að leggja meiri áherslu á að taka þátt í að bæta verulega umhverfi sitt. Gróðurhúsalofttegundir sem að verulegu leyti eiga uppruna sinn í álbræðslum verður að binda aftur með öllum tiltækum ráðum. Sérfræðingar Skógræktar ríkisins hafa lagt fram útreikninga að milli 8-9% landsins þurfi að klæða skógi til að binda þessar skaðlegu lofttegundir. Og hvað skyldi það kosta íslenskt samfélag? Nú er hvert prósent landsins rúmlega 100.000 hektarar. Reikna má með að það kosti nálægt milljón að breyta hverjum hektara í skóg þannig að dýr verður Hafliði allur!
Í samningum íslenska ríkisins við álfyrirtækin virðist ekki vera tekið á þessu máli, heldur er hér um gjafakvóta að ræða rétt eins og gerðist hérna um árið þegar fiskveiðikvótanum var úthlutað endurgjaldslaust. Hann er núna eins og kunnugt er í mjög háu verði og gengur kaupum og sölum!
Ætla má að mengunarkvóti verði ekki síður mjög verðmætur og verði að söluvöru áður en langt um líður. Það er mikil yfirsjón að útdeila honum án þess að vænta þess að nokkuð verði aðhafst af álverunum til að binda þá gríðarlegu mengun sem vænta má að komi frá stóriðjunni á næstkomandi árum.
Mosi
alias
Eitt versta áfall í sögu álversins í Straumsvík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.