Ástæður þess að stækkun var hafnað - ókeypis mengunarkvóti

Ástæður þess að stækkun var hafnað

Fyrir framan mig er 11. tbl. af tímaritinu Vísbendingu: vikuriti um viðskipti og efnahagsmál. Í grein á fremstu síðu er rætt um ástæðurnar fyrir því að meirihluti Hafnfirðinga höfnuðu stækkun álversins.

Þar er vikið að sjónarmiðum sem alkunn eru: efasemdir um að halda áfram frekari stóriðju en komið er og þessi eðlilegu byggðasjónarmið en eðlilega er álverið viss tappi í áframhaldandi byggðaþróun Hafnarfjarðar. Í greininni kemur fram auk þess sjónarmið sem vert er að skoða:

Álbræðslan hefur lítt ræktað sambandið við íbúa Hafnarfjarðar. Greiðslur til bæjarfélagsins eru fremur lágar miðað við þessa miklu veltu sem verður vetna starfseminnar. Þá hafi fyrirtækið lítið sem ekkert sinnt félagsstarfsemi í Hafnarfirði t.d. með styrkveitingum þau ár sem það hefur starfað. Það er ekki fyrr en 37 árum eftir að það tekur til starfa og þarf á stuðningi Hafnfirðinga að halda að breyting verði á!

Við þetta vil eg undirritaður eina bæta við: fremur lítið hefur verið gert í því að fegra nánasta umhverfi álbræðslunnar. Af hverju eru hráefnisgeymarnir í æpandi rauðum lit? Er það auglýsing fyrir mengandi starfsemi?

Að vísu var plantað nokkrum trjáhríslum í tíð Christians Roth sem mig minnir að hafi verið nokkuð umhugað að bæta nánasta umhverfi verksmiðjunnar. Því miður voru starfsár hans of fá og áhrif hans urðu því að sama skapi fremur lítil. Það var mjög miður að ekki var haldið áfram á sömu braut og hann hafði lagt á.

Ókeypis mengunarkvóti 

Ef stórfyrirtæki ætla að hasla sér völl á Íslandi verða þau að leggja meiri áherslu á að taka þátt í að bæta verulega umhverfi sitt. Gróðurhúsalofttegundir sem að verulegu leyti eiga uppruna sinn í álbræðslum verður að binda aftur með öllum tiltækum ráðum. Sérfræðingar Skógræktar ríkisins hafa lagt fram útreikninga að milli 8-9% landsins þurfi að klæða skógi til að binda þessar skaðlegu lofttegundir. Og hvað skyldi það kosta íslenskt samfélag?  Nú er hvert prósent landsins rúmlega 100.000 hektarar. Reikna má með að það kosti nálægt milljón að breyta hverjum hektara í skóg þannig að dýr verður Hafliði allur!

Í samningum íslenska ríkisins við álfyrirtækin virðist ekki vera tekið á þessu máli, heldur er hér um gjafakvóta að ræða rétt eins og gerðist hérna um árið þegar fiskveiðikvótanum var úthlutað endurgjaldslaust. Hann er núna eins og kunnugt er í mjög háu verði og gengur kaupum og sölum!

Ætla má að mengunarkvóti verði ekki síður mjög verðmætur og verði að söluvöru áður en langt um líður. Það er mikil yfirsjón að útdeila honum án þess að vænta þess að nokkuð verði aðhafst af álverunum til að binda þá gríðarlegu mengun sem vænta má að komi frá stóriðjunni á næstkomandi árum.

Mosi

alias


mbl.is Eitt versta áfall í sögu álversins í Straumsvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband