Góðar hugmyndir

Ekki er nema gott eitt að segja um allar þessar hugmyndir - svo langt sem þær ná. Sumar finnst mér vera nokkuð skondnar eins og að breyta Pósthússtræti í göngugötu - þegar veðrið er gott! Á þetta kannski að vera kosningaloforð?

Nagladekkin mætti jafnvel syngja þegar í bann eða alla vega ganga skrefi lengra og takmarka notkun þeirra enn frekar. Hvernig væri að taka gjald af nöglum, t.d. 10.000 krónur á hvert dekk? Setja mætti eðlilegan umhverfisskatt á þá sem vilja hafa naglaglamrið undir bílum sínum rétt eins og allir þurfa að greiða þegar farið er með vissa hluti eins og byggingaúrgang í Sorpu.

Um gróðursetningu hálfrar milljóna trjáplantna finnst mér dálítið óraunhæft jafnvel þó að markmiðið eigi að nást fyrst eftir áratug. Talið er af fagmönnum að um 3.000 - 4.000 trjáplöntur sé hæfilegt að planta út í hvern hektara þannig að þessi nýju trjáræktarsvæði myndu verða um 600-700 hektarar.  Víða má planta í auð svæði meðfram stofnbrautum og mislægum gatnamótum en sennilega þarf að taka enn fleiri svæði til viðbótar. Má t.d. benda á tilvalið samvinnuverkefni Reykjavíkurborgar við Mosfellsbæ að efna til samkeppni meðal landslagsarkitekta um útivistarsvæði á og við Úlfarsfell. Planta mætti tugum þúsunda trjá í suður- og austurhlíðar Úlfarsfells og jafnvel uppi á fjallinu sjálfu. Vona ég svo sannarlega að við megum treysta vaxandi gróðursetningu trjáa í Reykjavík enda er trjágróður hið besta mál bæði fyrir fugla og fólk.

Um strætisvagnasamgöngur eru markmiðin einnig ágæt hvað viðkemur blönkum námsmönnum. En hvað með eldra fólk og öryrkja? Ætli efnalitlum einstaklingum þyki ekki fargjöldin vera orðin fullhá? Þá mætti einnig huga að venjulegu launafólki: af hverju ekki að gera fyrirtækjum og starfsmönnum tilboð: sem flestir með strætó en sem fæstir með einkabílum. Með verulegri fjölgun farþega strætisvagna væri góður grundvöllur að lækka fargjöldin og draga mjög verulega úr bílastæðaþörfinni! Talið er að hvert bílastæði þurfi um 25 fermetra og annað auðvitað heima hjá eiganda bílsins! Með því að draga úr einkabílismanum, drögum við verulega úr þörfinni á bílastæðunum og þar með minni mengun og drögum einnig úr viðhaldskostnaði við gatnakerfið sem er mjög hár miðað við hvern íbúa.

Meirihlutinn í Reykjavík er á réttri leið en þessar hugmyndir þyrfti að útfæra dálítið betur.

Mosi - alias


mbl.is Ókeypis í bílastæði fyrir vistvæna bíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sammála þér Emil. Og í þessum tveim sveitafélögum sem þú nefnir er almennt mjög góð reynsla og ánægja með að ókeypis sé í strætisvagnana. Hér á höfuðborgarsvæðinu er þetta eins einfalt vegna rekstrarfyrirkomulagsins. Strætó er byggðasamlag þ.e. samstarfsverkefni sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu ásamt Akranesi en íbúar þar nota vagnana mjög mikið enda mjög hagkvæmt þegar ekki þarf að greiða sérstaklega að borga gegnum rörið eins og þeir nefna Hvalfjarðargöngin.

Við skulum vona að þetta haldi áfram og unnt verði að styrkja rekstru strætisvagnanna betur en verið hefur. Þar reynir á stjórnvöld að lækka verulega eða fella niður ýms gjöld sem tengist rekstrinum. Má nefna tolla og áþekk gjöld á nýjum bílum, varahlutum og öðrum nauðsynlegum rekstrarvörum.

Guðjón Sigþór Jensson, 12.4.2007 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband