11.4.2007 | 16:30
Góðar hugmyndir
Ekki er nema gott eitt að segja um allar þessar hugmyndir - svo langt sem þær ná. Sumar finnst mér vera nokkuð skondnar eins og að breyta Pósthússtræti í göngugötu - þegar veðrið er gott! Á þetta kannski að vera kosningaloforð?
Nagladekkin mætti jafnvel syngja þegar í bann eða alla vega ganga skrefi lengra og takmarka notkun þeirra enn frekar. Hvernig væri að taka gjald af nöglum, t.d. 10.000 krónur á hvert dekk? Setja mætti eðlilegan umhverfisskatt á þá sem vilja hafa naglaglamrið undir bílum sínum rétt eins og allir þurfa að greiða þegar farið er með vissa hluti eins og byggingaúrgang í Sorpu.
Um gróðursetningu hálfrar milljóna trjáplantna finnst mér dálítið óraunhæft jafnvel þó að markmiðið eigi að nást fyrst eftir áratug. Talið er af fagmönnum að um 3.000 - 4.000 trjáplöntur sé hæfilegt að planta út í hvern hektara þannig að þessi nýju trjáræktarsvæði myndu verða um 600-700 hektarar. Víða má planta í auð svæði meðfram stofnbrautum og mislægum gatnamótum en sennilega þarf að taka enn fleiri svæði til viðbótar. Má t.d. benda á tilvalið samvinnuverkefni Reykjavíkurborgar við Mosfellsbæ að efna til samkeppni meðal landslagsarkitekta um útivistarsvæði á og við Úlfarsfell. Planta mætti tugum þúsunda trjá í suður- og austurhlíðar Úlfarsfells og jafnvel uppi á fjallinu sjálfu. Vona ég svo sannarlega að við megum treysta vaxandi gróðursetningu trjáa í Reykjavík enda er trjágróður hið besta mál bæði fyrir fugla og fólk.
Um strætisvagnasamgöngur eru markmiðin einnig ágæt hvað viðkemur blönkum námsmönnum. En hvað með eldra fólk og öryrkja? Ætli efnalitlum einstaklingum þyki ekki fargjöldin vera orðin fullhá? Þá mætti einnig huga að venjulegu launafólki: af hverju ekki að gera fyrirtækjum og starfsmönnum tilboð: sem flestir með strætó en sem fæstir með einkabílum. Með verulegri fjölgun farþega strætisvagna væri góður grundvöllur að lækka fargjöldin og draga mjög verulega úr bílastæðaþörfinni! Talið er að hvert bílastæði þurfi um 25 fermetra og annað auðvitað heima hjá eiganda bílsins! Með því að draga úr einkabílismanum, drögum við verulega úr þörfinni á bílastæðunum og þar með minni mengun og drögum einnig úr viðhaldskostnaði við gatnakerfið sem er mjög hár miðað við hvern íbúa.
Meirihlutinn í Reykjavík er á réttri leið en þessar hugmyndir þyrfti að útfæra dálítið betur.
Mosi - alias
Ókeypis í bílastæði fyrir vistvæna bíla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála þér Emil. Og í þessum tveim sveitafélögum sem þú nefnir er almennt mjög góð reynsla og ánægja með að ókeypis sé í strætisvagnana. Hér á höfuðborgarsvæðinu er þetta eins einfalt vegna rekstrarfyrirkomulagsins. Strætó er byggðasamlag þ.e. samstarfsverkefni sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu ásamt Akranesi en íbúar þar nota vagnana mjög mikið enda mjög hagkvæmt þegar ekki þarf að greiða sérstaklega að borga gegnum rörið eins og þeir nefna Hvalfjarðargöngin.
Við skulum vona að þetta haldi áfram og unnt verði að styrkja rekstru strætisvagnanna betur en verið hefur. Þar reynir á stjórnvöld að lækka verulega eða fella niður ýms gjöld sem tengist rekstrinum. Má nefna tolla og áþekk gjöld á nýjum bílum, varahlutum og öðrum nauðsynlegum rekstrarvörum.
Guðjón Sigþór Jensson, 12.4.2007 kl. 10:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.