Hættusvæði

Nú er eg ekki kunnugur á þessu hættusvæði á gólfvellinum í Hveragerði. Spurning er hvort þarna séu einhverjar merkingar um hættur og þaðá fleiri tungumálum en íslensku því ekki er unnt að gera kröfur að þeir skilji okkar ágæta tungumál þó gamalt og gott sé.

Í Hveragerði þar sem aðalhverasvæðið er, er allt svæðið girt rammbyggilega og öllum ljóst að þarna er mjög varhugavert. Fyrir langt löngu varð þarna mjög alvarlegt slys þar maður nokkur átti leið um hverasvæðið og féll ofan í einn hverinn og stórslasaðist. Þetta var tilefni að því að svæðið var upplýst og síðar girt.

Víða um land eru áþekk slysasvæði.  Eitt dauðaslys varð fyrir um 70 árum að Suður-Reykjum í Mosfellssveit þegar barn féll í hver.

Svona má lengi telja.

Þegar jarðabókin var tekin saman í byrjun 18. aldar þá áttuðu íslenskir bændur sig á að nú vildi danski kóngurinn hafa meiri skatta af Íslandi. Voru bændur ósparir að greina embættismönnum frá annmörkum jarða sinna.  Á þeim svæðum sem jarðhiti var, sögðu bændur frá að helsti annmarkinn væri heitt vatn! Þetta má lesa t.d. um jarðir í Reykholtdal og í Mosfellssveit. Bændur höfðu jú þá reynslu af að af heita yfirborðsvatninu væru eintóm vandræði.

Vegna þessa hverasvæðis í Hveragerði þarf aðbæta verulega úr aðvörunarmerkingum. Sama má segja um vinsæla ferðamannastaði á borð við Geysissvæðið og Seltún í Krísuvík. Aldrei er of oft farið  varlega og við íslendingar þurfum að vara betur við þeim hættum sem kunna að stafa af í landinu okkar.

Mosi 


mbl.is Steig ofan í hver og brenndist á fæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 243041

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband