Sammála byskupnum yfir Íslandi

Túlka má páskaprédikun byskups á ýmsa vegu. Þegar hefur einn bloggari talið að ráða mætti af orðum byskups að hann væri kominn í stjórnarandstöðu!

En byskupinn yfir Íslandi er byskup allra Íslendinga sem aðhyllast kristna trú, bæði þeirra sem styðja ríkisstjórnina og eru á móti henni. Hann er sálnahirðir kristnu hjarðarinnar sem oft á tíðum villþví miður týna sér í ýmsu pjátri og prjáli veraldarinnar. Af hverju ekki að flýta sér hægt undir slíkum kringumstæðum, staldra við og sjá hvernig mál mega þróast áfram. Á að setja allt sem við höfum af tækifærum til framtíðar okkar á aðeins aðra vogarskálina? Er ekki sitthvað sem við erum að fórna jafnframt þegar teknar eru stórar og afdrifaríkar ákvarðanir? Á að halda áfram án nokkurs hiks að fórna náttúrugersemum sem aldrei verða endurheimtar úr greipum ágirndarinnar?

Við eigum mikil verðmæti og eigum að vera sátt við það sem við höfum nú þegar. Við skulum minnast þess að við eigum ekki lengur það sem við höfum kastað á glæ: fossum og fögru hálendi hefur þegar verið að nokkru fórnað og það ber vart bætur fyrir sem tapast hefur. Var tilgangurinn með þeim ef til vill vafasamur og ákvörðunin byggð á veikum forsendum?

Leyfum okkur að efast. Margar ákvarðanir eru til þess fallnar að kalla á viðbrögð, kannski að úr læðingi brjótist e-ð sem við viljum ekki upplifa: tortryggni og jafnvel það sem verra er. Við horfum upp á þetta tilgangslausa stríð í Írak sem engan enda virðist taka og vissir íslenskir stjórnmálamenn lögðu blessun sína á það í óþökk flestra Íslendinga.

Við skulum treysta byskup, hann mælir rétt og hafi hann bestu þakkir fyrir að vekja athygli á þessu mikilvæga málefni úr prédikunarstóli Dómkirkjunnar í Reykjavík á Páskasunnudag að þessu sinni. 

Mosi 

 


mbl.is Áherslan á endalausar framfarir er tál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 243409

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband