8.4.2007 | 13:46
Sammála byskupnum yfir Íslandi
Túlka má páskaprédikun byskups á ýmsa vegu. Þegar hefur einn bloggari talið að ráða mætti af orðum byskups að hann væri kominn í stjórnarandstöðu!
En byskupinn yfir Íslandi er byskup allra Íslendinga sem aðhyllast kristna trú, bæði þeirra sem styðja ríkisstjórnina og eru á móti henni. Hann er sálnahirðir kristnu hjarðarinnar sem oft á tíðum villþví miður týna sér í ýmsu pjátri og prjáli veraldarinnar. Af hverju ekki að flýta sér hægt undir slíkum kringumstæðum, staldra við og sjá hvernig mál mega þróast áfram. Á að setja allt sem við höfum af tækifærum til framtíðar okkar á aðeins aðra vogarskálina? Er ekki sitthvað sem við erum að fórna jafnframt þegar teknar eru stórar og afdrifaríkar ákvarðanir? Á að halda áfram án nokkurs hiks að fórna náttúrugersemum sem aldrei verða endurheimtar úr greipum ágirndarinnar?
Við eigum mikil verðmæti og eigum að vera sátt við það sem við höfum nú þegar. Við skulum minnast þess að við eigum ekki lengur það sem við höfum kastað á glæ: fossum og fögru hálendi hefur þegar verið að nokkru fórnað og það ber vart bætur fyrir sem tapast hefur. Var tilgangurinn með þeim ef til vill vafasamur og ákvörðunin byggð á veikum forsendum?
Leyfum okkur að efast. Margar ákvarðanir eru til þess fallnar að kalla á viðbrögð, kannski að úr læðingi brjótist e-ð sem við viljum ekki upplifa: tortryggni og jafnvel það sem verra er. Við horfum upp á þetta tilgangslausa stríð í Írak sem engan enda virðist taka og vissir íslenskir stjórnmálamenn lögðu blessun sína á það í óþökk flestra Íslendinga.
Við skulum treysta byskup, hann mælir rétt og hafi hann bestu þakkir fyrir að vekja athygli á þessu mikilvæga málefni úr prédikunarstóli Dómkirkjunnar í Reykjavík á Páskasunnudag að þessu sinni.
Mosi
Áherslan á endalausar framfarir er tál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 243409
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.