Virkjanir í neðri Þjórsá

Eins og mörgum finnst mér þessi áform um virkjanir í neðri hluta Þjórsá ekki nógu vel ígrundaðar. Til að fá sem mest afl eru mynduð allt of stór uppistöðulón sem færa land í kaf sem á eftir að verða mun verðmætara en það er nú. Á öllu íslandi eru rúmlega 10.000 frístundalóðir og þeim á eftir að fjölga mjög mikið. T.d. má reikna með að það séu ekki einungis Íslendingar sem sækjast eftir að eiga sér ofurlítið konungsríki ásamt litlu sveitasetri, þá má búast við vaxandi áhuga erlendra þegna einkum Mið-Evrópu að festa kaup á spildum. Nú þegar hafa erlendir ríkisborgarar eignast lönd á Íslandi og það er í samræmi við þá þróun sem verið hefur.

Áform Landsvirkjunar um stórar rennslisvirkjanir eyðileggja marga fagra staði, einkum í Holtunum. Bærinn Akbraut norðarlega í Holtunum er einhver sá sérstæðasti á gjörvöllu Íslandi. Við Gíslholtsvatn eru þegar komin frístundabyggð sem ekki verður eins eftirsóknarverð ef af þessum stóru draumum Landsvirkjunarmanna verður. Furðueyjan Viðey skammt frá Núpabæjunum í Eystri Hrepp er einhver sú sérstæðasta í Þjórsá og er engri lík. Hún hefur notið náttúrulegrar friðlýsingar í aldir fyrir sauðkindinni sem horfir stöðugt hýru auga til sérstæðs gróðursins. Viðey þyrfti að friðlýsa ekki aðeins fyrir venjulegu fólki heldur ekki síður fyrir Landsvirkjun!

Einnig má reikna með að fornminjar bæði í Árnesi og víðar týnist og verði tröllum gefin. Þá má búast við að grunnvatnshæð í grennd við uppistöðulónin hækki og valdi vaxandi erfiðleikum t.d. í Flóanum sem er nú þegar þokkalega blautur fyrir!

Hafa reiknimeistarar Landsvirkjunar reiknað út hugsanlegar skaðabætur til allra landeigenda og annarra sem málið varðar?


mbl.is Fornleifarannsóknir vegna nýrra virkjana í Þjórsá hafnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband