2.4.2007 | 16:39
Virkjanir í neðri Þjórsá
Eins og mörgum finnst mér þessi áform um virkjanir í neðri hluta Þjórsá ekki nógu vel ígrundaðar. Til að fá sem mest afl eru mynduð allt of stór uppistöðulón sem færa land í kaf sem á eftir að verða mun verðmætara en það er nú. Á öllu íslandi eru rúmlega 10.000 frístundalóðir og þeim á eftir að fjölga mjög mikið. T.d. má reikna með að það séu ekki einungis Íslendingar sem sækjast eftir að eiga sér ofurlítið konungsríki ásamt litlu sveitasetri, þá má búast við vaxandi áhuga erlendra þegna einkum Mið-Evrópu að festa kaup á spildum. Nú þegar hafa erlendir ríkisborgarar eignast lönd á Íslandi og það er í samræmi við þá þróun sem verið hefur.
Áform Landsvirkjunar um stórar rennslisvirkjanir eyðileggja marga fagra staði, einkum í Holtunum. Bærinn Akbraut norðarlega í Holtunum er einhver sá sérstæðasti á gjörvöllu Íslandi. Við Gíslholtsvatn eru þegar komin frístundabyggð sem ekki verður eins eftirsóknarverð ef af þessum stóru draumum Landsvirkjunarmanna verður. Furðueyjan Viðey skammt frá Núpabæjunum í Eystri Hrepp er einhver sú sérstæðasta í Þjórsá og er engri lík. Hún hefur notið náttúrulegrar friðlýsingar í aldir fyrir sauðkindinni sem horfir stöðugt hýru auga til sérstæðs gróðursins. Viðey þyrfti að friðlýsa ekki aðeins fyrir venjulegu fólki heldur ekki síður fyrir Landsvirkjun!
Einnig má reikna með að fornminjar bæði í Árnesi og víðar týnist og verði tröllum gefin. Þá má búast við að grunnvatnshæð í grennd við uppistöðulónin hækki og valdi vaxandi erfiðleikum t.d. í Flóanum sem er nú þegar þokkalega blautur fyrir!
Hafa reiknimeistarar Landsvirkjunar reiknað út hugsanlegar skaðabætur til allra landeigenda og annarra sem málið varðar?
Fornleifarannsóknir vegna nýrra virkjana í Þjórsá hafnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.