Leyfum bronskallinum að vera í friði fyrir bröskurunum áfram á Klambratúni!

 Ákvörðun Sjálfstæðisflokksins fyrir 50 árum

Mætti benda núverandi fulltrúum Sjálfstæðisflokksins að það var ákvörðun Sjálfstæðisflokksins fyrir 50 áurum að stytta Einars Benediktssonar yrði sett upp á núverandi stað á Klambratúni. Ef eg man rétt þá var rökstuðningurinn sá að Einar horfði mót norðri til Esjunnar sem hann m.a. kom að í kvæði sínu á Þjóðminningardaginn 1897 þar sem ein ljóðlínan var „fólk með eymd í arf“.

Sjálfstæðisflokkurinn taldi sig einu sinni vera „flokk allra stétta í stéttlausu landi“!!!

Nú virðist hann meira og minna vera samansafn braskara og ævintýramanna ásamt minna og meira hugmyndasnauðum einstaklingum sem slá um sig með einhverju frelsi og einstaklingsframtaki.

Mættu þessir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins líta á önnur málefni mikilvægari. Hvernig hafa þeir skilið eldri borgarana eftir í réttleysi og rangindum sem  t.d. Eir málið tengist. Þar þarf að fara betur í saumana á því hvað fór afvega og hverjir höfðu gagn af flausturganginum.

En umfram allt, leyfið bronskallinum að vera í friði fyrir bröskurunum áfram á Klambratúni! 


mbl.is Einar falinn á bak við hávaxin tré
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 243585

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband