Biðjum fyrir ríkisstjórninni!

Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs vill reka ríkið eins og rússneskt hænsnabú. Allta á að stemma hvort sem miðað verði við 5 ára áætlun eða 10 ára áætlun. Fjárveitingar eiga að duga þrátt fyrir harkalegan niðurskurð! Skorið er niður í heilbrigðismálum, félagsmálum, menntamálum, samgöngumálum, umhverfismálum og öðrum velferðarmálum. En Sigmundur Davíð vill auka fjárveitingar til hernaðarklúbbsins Nató!

Íslenska þjóðkirkjan hefur lengi beðið fyrir ríkisstjórninni og forseta landsins. Ekki veitir nú af því þessir aðilar hafa oft tekið einkennilegar og umdeildar ákvarðanir.

Og nú vill Sigmundur Davíð strika út bænir og annað í RÚV rétt eins og það komi að einhverju gagni í niðurskurðarplönum og áráttu hans.

Íslenska ríkisstjórnin undir forsæti Sigmundar Davíð minnir nokkuð á óheflaða götustráka sem vita ekkert hvað þeir vilja en það með fullum krafti! Þar eru teknar ákvarðinir með hroka og óbilgirni rétt eins og búið sé að innleiða einræði Sigmundar Davíðs & Co.

Mætti guð almáttugur koma vitinu fyrir þessa ríkisstjórn og innleiða hliðstætt lýðræði og mannréttindi eins og var komið hjá íslensku þjóðinni á árunum 2009-2013 .

Biðjum fyrir ríkisstjórninni! 


mbl.is Þjóðin vill hafa Þjóðkirkjuna í friði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband