Furðuleg fjárplógsstarfsemi

Þegar tekin er þóknun fyrir eitthvað þá eru einhver gæði veitt á móti.

Við Námaskarð sem sumir vilja nefna Hverarönd hefur verið gjaldtaka fyrir aðgang að svæðinu. Eg hefi tvívegis verið þarna, 6.7. og aftur 14.7. sem leiðsögumaður með ferðahópa.

Á þessum vinsælu ferðamannastöðum hefur frá í vor verið rukkað inn gjald fyrir akkúrat ekkert neitt. Þarna hefur ekki einni einustu spýtu verið komið fyrir á þessu umdeilda svæði í þim tilgangi að greiða götu ferðamanna. Kunnugt er að þegar raki er í lofti breytist svæðið í eitt allsherjar drullusvað þar sem ferðafólk á ferð um Ísland er í hættu við að hrasa í drullunni og þess vegna slasast t.d. að renna ofan í heitan hver. Þarna er auk þess 2 grjóthrúgur með miklu gufustreymi þar sem 100C heit brennisteinsgufa getur auðveldlega valdið mjög miklum skaða. Engar leiðbeiningar, engin varúðarmerkingar né vísbendingar um að um stórvarasamar aðstæður eru þarna.

Og hver annar tekur ábyrgð á svæðinu annar en sá sem krefur mjög óhóflegs inngangseyris! 

Þegar einhver stofnar til fyrirtækis leggur hann til fjárfestingar til að selja vöru eða þjónustu. Tilkostnaður féplógsmannanna við Leirhnjúk og Námaskarð er nánast einungis fallin í kostnaði við innheimtu, ekkert annað.

Eina sem þessir aðilar hafa gert er prentn bæklings þar sem stendur:

„Help us protect our nature.“

Mætti breyta í: „Help us become rich as quickly of our nature!“


mbl.is Lögbann lagt við gjaldtöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband