Hvað er sjálfbær þróun?

Eitt af uppáhalsfrösum framsóknarliðsins er eitthvað hugtak sem þeir nefna „sjálfbæra þróun“ eða eitthvað í þá áttina. Þeir virðast hvorki skilja þetta hugtak né gera sér grein fyrir einhverju sem kann að vera sjálfbært.

Þetta er liðið sem gerir lítið úr vísindum en vill setja pólitískan áróður sinn í umbúðir skrauts og fagurgala. Þetta er liðð sem verið hefur að afvegaleiða þjóðina með ómerkilegu lýðskumi og ótrúverðugleika.

Þetta er liðið sem dró okkur á asnaeyrunum fram af hengifluginu í undanfara bankahrunsins.

Þetta er liðið sem veitti bröskurum og siðlausum fjárglæframönnum tækifærið að eignast kvóta og bankana enda greiddu þeir vel í kosningasjóðina!

Þetta er liðið sem fólk varast ekki! Braskaralýðurinn og siðleysingjarnir! 


mbl.is Áherslur Íslands í sjálfbærri þróun kynntar á fundi SÞ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Sjálfbær þróun er t.a.m. það, að geta þróað umræðu, um hin ýmsu mál, án þess að kalla alla vitleysinga og hálfvita, sem ekki eru manni sammála. Það mætti e.t.v. kalla sjálfbæra umræðuþróun. Eitt er hins vegar víst, er kemur að umræðu um sjálfbæra þróun.: Sjálfbær þróun á ekkert skilt við pólitík, sama hvar í flokki fólk er. Skiptir þá engu hver fylkingin kallar hina fífl, eða asna. Þeir sem eru svo illa að sér, að hægt er að teyma þá fram af hengiflugi með fagurgala, ættu bara að láta fara lítið fyrir sér, að falli loknu og bera harm sinn og skömm í hljóði.

Halldór Egill Guðnason, 8.7.2014 kl. 23:29

2 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Sjálfbær þróun fjallar um það hvernig við umgangast jörðina okkar, að við tökum ekki meira en við geturm gefið tilbaka, að við arðrænum ekki auslindirnar þannig að komandi kynslóðir borga brúsann. Sjálfbær þróun verður að taka mið af 3 þáttum: Efnahag, félagslegi þátturinn og náttúruverndarsjónarmið. Þetta verður að spila þannig saman að jafnvægi skapast.

Mér verður alltaf óglatt þegar ég heyri pólitíkusar leggja sér þetta hugtak í munn án þess að vita um hvað þeir eru að tala. Að dásama stöðugan hagvöxt og vilja auka einkaneyslu samræmist til dæmis varla því að stefnt sé að sjálfbærri þróun.

Eins og stendur þyrftum við  margar jarðir ef allir jarðarbúar lifðu eins og við hér á landi. Þetta er varla sjálfbær.

Úrsúla Jünemann, 9.7.2014 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband