24.3.2014 | 12:53
Hagsmunagæsla lóðabraskara
Margsinnis hefur verið bent á að þessi færsla á veginum út á Álftanes byggist fyrst og fremst á hagsmunagæslu fjölskyldu fjármálaráðherra og núverandi formanns Sjálfstæðisflokksins. Sjaldan var íslenska þjóðin eins nálægt fasisma og þegar lögreglunni er sigað að pólitíska andstæðinga stjórnvalda. Þetta mál mátti greinilega ekki leiða til lykta fyrir dómstólum, hvort náttúruverndarsamtök gætu verið aðili að máli eins og núverandi stjórnvöld vilja þverskallast við.
Svandís Svavarsdóttir tók þá mikilsverðu ákvörðun í ráðherratíð sinni að staðfesta Árhúsarsamninginn um lögleiðingu að náttúruverndarsamtök geti verið aðili að deilu.
Hnefarétturinn á greinilega að gilda í þessu máli. Misnotkun opinbers valds er mjög alvarlegt brot á mannréttindum og er hvergi innan Evrópusambandsins lögreglunni beitt af jafnmikillri hörku og í þessu máli gegn örfáum einstaklingum sem leyfa sér að bera virðingu fyrir náttúrunni.
Þessi verjandi á vegum þess opinbera hefur virkilega vondan málstað að berjast fyrir. Málstaður braskaranna er einskis virði þegar hann er borinn saman við málstað þeirra sem hafa engra fjárhagslegra hagsmuna að verja annað en æru sína og mannréttindi.
Að skjóta litla flugu með fallbyssu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvað sem öllu bulli þínu um stórnmál og vitnum í hvað FYRRVERANDI umhverfisráðherra sagði eða gerði, þá er það staðreynd að fólk braut lög, með því að óhlýðnast fyrirmælum Lögreglu.
Og um það bullaru ekki einu sinni.
Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 24.3.2014 kl. 17:35
En það var VERIÐ að brjóta lög á þessu fólki: Lögreglu sigað á mótmælendur af því að það var fyrir umdeildri hagsmunagæslu lóðabrasks.
Greinilegt er að þú Birgir áttir þig ekki á því að við búum í réttarríki þar sem ágreining á að bera undir dómstóla en ekki siga lögreglu á mótmælendur eins og gert er þar sem fasismi er.
Guðjón Sigþór Jensson, 24.3.2014 kl. 20:17
Það er ÞITT álit ! Og þú mátt hafa það.
Hins vegar er það staðreynd að þetta fólk fór ekki eftir fyrirmælum Lögreglu.
Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 24.3.2014 kl. 22:26
Hömm....bent er á það að lögmæti framkvæmdarinnar var (og er enn?) dómsmál í farvegi, - þannig að ekki var staðið í vegi fyrir lögmætri framkvæmd.
Jón Logi Þorsteinsson, 24.3.2014 kl. 22:33
Eyðilegging á nattúrminjum er og verður alltaf umdeild og aldrei nein sátt um þegar vaðið er fram að þarflausu um eyðilegginguna. Ómar Ragnarsson og ýmsir fleiri hafa bent á rangfærslur og vafasamar fullyrðingar sem áttu að réttmæta framkvæmdina. Og í mínum augum er og verður það alltaf fasismi að beita lögreglu á borgara sem eru að mótmæla ranglætinu.
Lögreglan hefur margt þarfara að gera en að gæta hagsmuna lóðabraskara hvort sem þeir tengjast Stjórnarráðinu eður ei.
Guðjón Sigþór Jensson, 26.3.2014 kl. 14:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.