Hagsmunagæsla lóðabraskara

Margsinnis hefur verið bent á að þessi færsla á veginum út á Álftanes byggist fyrst og fremst á hagsmunagæslu fjölskyldu fjármálaráðherra og núverandi formanns Sjálfstæðisflokksins. Sjaldan var íslenska þjóðin eins nálægt fasisma og þegar lögreglunni er sigað að pólitíska andstæðinga stjórnvalda. Þetta mál mátti greinilega ekki leiða til lykta fyrir dómstólum, hvort náttúruverndarsamtök gætu verið aðili að máli eins og núverandi stjórnvöld vilja þverskallast við.

Svandís Svavarsdóttir tók þá mikilsverðu ákvörðun í ráðherratíð sinni að staðfesta  Árhúsarsamninginn um lögleiðingu að náttúruverndarsamtök geti verið aðili að deilu.

Hnefarétturinn á greinilega að gilda í þessu máli. Misnotkun opinbers valds er mjög alvarlegt brot á mannréttindum og er hvergi innan Evrópusambandsins lögreglunni beitt af jafnmikillri hörku og í þessu máli gegn örfáum einstaklingum sem leyfa sér að bera virðingu fyrir náttúrunni.

Þessi verjandi á vegum þess opinbera hefur virkilega vondan málstað að berjast fyrir. Málstaður braskaranna er einskis virði þegar hann er borinn saman við málstað þeirra sem hafa engra fjárhagslegra hagsmuna að verja annað en æru sína og mannréttindi.


mbl.is Að skjóta litla flugu með fallbyssu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað sem öllu bulli þínu um stórnmál og vitnum í hvað FYRRVERANDI umhverfisráðherra sagði eða gerði, þá er það staðreynd að fólk braut lög, með því að óhlýðnast fyrirmælum Lögreglu.

Og um það bullaru ekki einu sinni.

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 24.3.2014 kl. 17:35

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

En það var VERIÐ að brjóta lög á þessu fólki: Lögreglu sigað á mótmælendur af því að það var fyrir umdeildri hagsmunagæslu lóðabrasks.

Greinilegt er að þú Birgir áttir þig ekki á því að við búum í réttarríki þar sem ágreining á að bera undir dómstóla en ekki siga lögreglu á mótmælendur eins og gert er þar sem fasismi er.

Guðjón Sigþór Jensson, 24.3.2014 kl. 20:17

3 identicon

Það er ÞITT álit ! Og þú mátt hafa það.

Hins vegar er það staðreynd að þetta fólk fór ekki eftir fyrirmælum Lögreglu.

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 24.3.2014 kl. 22:26

4 Smámynd: Jón Logi Þorsteinsson

Hömm....bent er á það að lögmæti framkvæmdarinnar var (og er enn?) dómsmál í farvegi, - þannig að ekki var staðið í vegi fyrir lögmætri framkvæmd.

Jón Logi Þorsteinsson, 24.3.2014 kl. 22:33

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Eyðilegging á nattúrminjum er og verður alltaf umdeild og aldrei nein sátt um þegar vaðið er fram að þarflausu um eyðilegginguna. Ómar Ragnarsson og ýmsir fleiri hafa bent á rangfærslur og vafasamar fullyrðingar sem áttu að réttmæta framkvæmdina. Og í mínum augum er og verður það alltaf fasismi að beita lögreglu á borgara sem eru að mótmæla ranglætinu.

Lögreglan hefur margt þarfara að gera en að gæta hagsmuna lóðabraskara hvort sem þeir tengjast Stjórnarráðinu eður ei.

Guðjón Sigþór Jensson, 26.3.2014 kl. 14:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband