Er Ísland þá í sömu sporum og Úkranía?

Dapurleg er þróun samskipta íslenskra yfirvalda við Evrópusambandið undir leiðsögn Framsóknarflokksins. Svo virðist sem forystusauðir Framsóknar vilji einangrunarstefnu þar sem horfið er frá þeirri stefnu ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur að hefja viðræður við Evrópusambandið. Við fáum engu ráðið, Framsóknarherranir telja sig vera málssvara allrar þjóðarinnar án þess að bera mál sem þetta undir þjóðina.

Spurning er hvort Framsóknarflokkurinn á Íslandi eigi sér systurflokk í Úkraníu. Þar er hliðstæð ákvörðun tekin að vísu undir þungum óskum frá þeim undirförla Pútín sem vill tengja Úkraníu sem mest við hagsmuni Rússlands.

Í báðum löndunum, Íslandi og Úkraníu er ákvörðunin ekki lýðræðisleg. Hún er tekin einhliða án undanfarinna frjálsra kosninga.

Við Íslendingar erum á hraðri leið inn í fasisma. Margt bendir til þess. Við eigum ekki að fá nýja nútímalega stjórnarskrá. Nú er frumkvæðið hjá fyrrum lögfræðiprófessor á eftirlaunum sem vill helst engu breyta. Við fáum ekki að kjósa hvort við viljum tengjast Evrópu nánar. Við fáum ekki nútímaleg náttúruverndarlög þar sem unnt er að koma lögum yfir lögbrjóta. Og við eigum ekki að fara eftir svonenfdri Rammaáætlun þar sem farið er yfir ýmsa kosti varðandi virkjanamöguleika. Núverandi ríkisstjórn vill virkja sem mest og þar með eyðileggja sem mest í íslenskri náttúru þó svo að hún kunni að verða mun verðmætari í þágu ferðaþjónustu en þessari einkennilegu virkjanafísn.

Getur verið að væntingar um fyrirgreiðslur frá álbræðslufurstum séu skynseminni yfirsterkari? Í mörgum löndum þekkjast mútur til stjórnmálamanna sem sýna stórum hagsmunaaðilum einstakan skilning.

Þessir stjórnmálamenn vilja draga úr lýðræðinu og efla vald sitt, m.a. með lögreglu. Þegar Hraunavinir voru handteknir af lögreglu nú í haust vorum við komin ansi nálægt fasisma. Fasismi er skilgreindur m.a. svo að þegar stjórnvöld beita lögreglu gegn andstæðingum sínum án tilefnis, þá er land orðið að fasistaríki. Lýðræðið og mannréttindi eru þá fótum troðið. 


mbl.is Slíta samningaviðræðum við Úkraínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband