27.11.2013 | 11:44
Hvað er í gangi?
Nú er spurning hvort verið sé að undirbúa endnalega einkavæðingu RÚV. Íhaldsmenn hafa lengi haft horn í síðu RÚV og kveðið starfmenn þess vera marga hverja halla undir sósíalisma. Eg held að reynsla langflestra hlustenda RÚV að fréttamenn og aðrir reyni að feta þröngan veg sannleikans sem oft er vandfundinn. Stjórnmálamenn vilja gjarnan stjórna sem mestu hversu mikið vit er í því sem þeir eru að gera. Núverandi ríkisstjórn hefur sýnt að hún vill ekki nýja stjórnarskrá nema á forsendum gamla tímans. Hún vill ekki að Ísland tengist meir nágrannalödum sínum. Og ekki má taka ákvörðun eftir undanfarandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Umhverfismálin á ekki að taka of hátíðlega, allt skal vera í gamla íhaldshorfinu.
Séu stjórnvöld ekki meira með á nótunum að við erum á 21. öld en ekki á tímum fasistma eins og margt vísar til. Ákvörðun Hönnu Birnu að siga lögreglunni á friðsama mótmælendur meðal Hraunavina færði okkur ansi nálægt fasisma. Að siga lögreglu á þá sem hafa aðra skoðun vegna þessarar stjórnvaldsákvörðunar að doka ekki eftir niðurstöðu dómstóla er eins og í hverju öðru einræðisríki þar sem vilji þjóðarinnar er hunsaður. Þetta gerðist á Ítalíu, Rússlandi, Þýskalandi, Spáni, Grikklandi og Chile á síðustu öld. Öll þessi lönd eiga bitra reynslu af skoðanakúgun og ofríki stjórnvalda.
Eigi nú að nota frelsi auðsins til að stjórna landi og lýð, erum við að þokast nær fasismanum. Frelsi í fjölmiðlum þar sem öll sjónarmið geta komist að, þar sem þau eru rædd og yfirveguð er æskilegra en forræðishyggja misviturra stjórnvalda. Þá var lýðræðið að þróast mun hraðar en núverandi stjórnvöldum hugnast. Það má hafa í huga þegar þessar uppsagnir ganga yfir. Hvort þeim verður kápan úr því klæðinu að fjarlægja óæskilega fréttamenn og aðra sem hafa aðrar skoðanir en stjórnvöld vilja, verður að fylgjast gjörla með.
Við skulum athuga að RÚV má aldrei vera málpípa stjórnvalda. Við íslenska þjóðin eigum öll RÚV og við eigum að gera þá kröfu að pólitíkusar séu ekki með sínar krumlur í rekstrinum.
Við áttum góð ár undir ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur þegar lýðræðisleg vinnubrögð voru höfð í fyrirúmi.
Starfsfólk er lamað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hver eru rökin fyrir því að ríkið eigi að reka útvarp???? Margir hafa nefnt öryggissjónarmið en hvernig stóð RUV þar í Suðurlandsskjálftanum og sjá menn ekki að miklar breytingar hafa orðið síðan reglur um ríkisútvarpið voru settar????
Jóhann Elíasson, 27.11.2013 kl. 12:01
Hvernig á að vera hægt að svara svona apaheila eins og Jóhanni ?
Viltu ekki bara banana væni...
hilmar jónsson, 27.11.2013 kl. 12:12
Hafa ekki Bretar rekið BBC British broadcasting company frá upphafi með miklum sóma? Eg hefi alist upp með RÚV og vil hafa það eins og verið hefur. Mér finnst að einkavæðingardellan eigi að láta RÚV í friði.
Það er mikill munur á ríkisreknum fjölmiðli þar sem hlutleysi er og á að vera í fyrirrúmi. Einkafjölmiðlar hafa tilhneigingu til ritskoðunar og birta aðeins það sem þeim hugnast, eru með örðrum orðum litaðir af fyrirframákveðnum skoðunum sem ekki má breyta.
Guðjón Sigþór Jensson, 27.11.2013 kl. 12:27
Nei nei Hilmar éttu hann bara sjálfur................
Jóhann Elíasson, 27.11.2013 kl. 12:29
Guðjón eigum ríkið að reka útvarp vegna þess að Bretar gera það?????? Ef hlutleysi væri í fyrirrúmi hjá RUV væri kannski ástæða til að ríkið ræki útvarp en hlutleysið er ekki til staðar og hver er þá ástæðan??? Ég segi fyrir mig að ég hef engan einasta áhuga á að setja fjármagn í þessa vitleysu sem RUV er....................
Jóhann Elíasson, 27.11.2013 kl. 12:43
Ef fólk vill vita hvernig Framsóknarflokkurinn er - þá skal það lesa Jóhann Elíasson. Tákngerfingur Framsóknarflokksinns. Svona er þetta flokksræksni.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.11.2013 kl. 12:46
Nafn Jóhanns ætti ekki einu sinni að nefna samkvæmt þöggunarprinsippi RÚV. Ekki klikka á grundvallaratriðunum Ómar Bjarki.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 27.11.2013 kl. 13:19
Auðvitað á ríkið ekki að reka fréttastofu fyrir samfylkinguna.
Hreinn Sigurðsson, 27.11.2013 kl. 13:56
Það er alveg nægilegt öryggisins vegna, að ríkið reki eina útvarpsstöð (rás 1). Sjónvarpsstöð og rás tvö má að skaðlausu selja eða leggja niður.
óli (IP-tala skráð) 27.11.2013 kl. 14:21
Jæja. Þá verða það Jón Ásgeir og Davíð Oddsson sem munu flytja okkur góðar fréttir hér eftir. Það skiptir engu máli þó yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar treysi RUV lang best. Ég segi bara hverslags andskotans þjóðfélag er þetta að verða. Framsóknarflokkurinn er ekki að gera fyrstu atlöguna núna að RUV. Hver man ekki eftir fléttunni þegar sumarafleysingamaðurinn af Bylgjunni var gerður að fréttastjóra á RUV, hann hét Georg ef ég man rétt.
Að lokum Jóhann bloggari sem égh hef stundum lesið, mikið andsk......... ertu.
Brynjar (IP-tala skráð) 27.11.2013 kl. 14:26
Svei mér þá, þér tókst að skrifa jafnvel enn meiri þvælu en um flugvöll á Geldinganesi um daginn!
Hvaðan hefurðu það að Hanna Birna hafi skipt sér af aðgerðum lögreglunnar í Garðahrauni?
Fyrst þú ert sannfærður um að það sé „eins og í hverju öðru einræðisríki" að fresta ekki vegaframkvæmdum meðan beðið er dómsniðurstöðu í máli Harunavina gegn Vegagerðinni. hvað segirðu þá um þetta: Ég höfða dómsmál og krefst lokunar Ríkisútvarpsins vegna margítrekaðra brota þess á reglum um hlutleysi sem því ber að fara eftir. Ætti þá ekki að stöðva útsendingar meðan niðurstöðu væri beðið? Annað hlyti að vera „eins og í hverju öðru einræðisríki", finnst þér það ekki?
Hvað finnst þér hæfilegt að starfi margir hjá Ríkisútvarpinu? 0,5% vinnandi manna ? 1% eða 3%? Eða allir vinstrimenn sem ekki fá vinnu við félagsvísindadeild?
Og: „Við áttum góð ár undir ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur þegar lýðræðisleg vinnubrögð voru höfð í fyrirúmi". Jahérna.
Hólmgeir Guðmundsson, 27.11.2013 kl. 15:09
Ástþór Magnússon hefur líklega ekkert á móti því að jeppadeild Páls Magnússonar á RÚV verði lögð niður. Fótboltabrjálæðið ætti svo alls ekki að vera rekið af almenningi.
Ég horfi yfirleitt á Dönsku stöðina um helgar og oftar, því hún er ólæst og áhugaverð.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 27.11.2013 kl. 17:14
Ekkert skil eg í þessum sjónarmiðum Jóhanns, Hreins og Hólmgeirs. Þeir mega hafa sínar skoðanir á hlutunum fyrir sig en ekki finnst mér þær styðjast við staðreyndir.
BBC er þekkt fyrir sérstaklega vönduð og fagleg vinnubrögð sem veitir Bretum og mörgum öðrum góða þjónustu.
Nú verður að öllum líkindum öllum sem gagnrýnt hafa Sigmund Davíð í RÚV sagt upp og öll gagnrýni á ágæti Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins sungin í bann. Þegar búið verður að týna út alla þá 60 starfsemnn sem hafa efast um þessa ríkisstjórn og þeir flæmdir þá verður opið fyrir þá sem aðhyllast „Berufsverbot“ að ráða nýtt fólk eftir flokksskírteinum.
RÚV er ágætt eins og það er og þá sérstaklega rás 1, gamla góða „Gufan“. Það þarf ekki að fara gegnum pólitíska hreingerningu.
Guðjón Sigþór Jensson, 27.11.2013 kl. 18:21
Fáir hafa gert sér grein fyrir hversu litið var skorið niður hjá ríkinu 2008-9.
Skurðurinn inn rétt náði i 8% 2009-13 a meðan að almenni markaðurinn skar niður um prosentu tugi.
Óskar Guðmundsson, 28.11.2013 kl. 07:43
Menn fara hamförum vegna RUV. Getið þið nefnt eitt dæmi um hlutleysisbrot RUV. Aðeins eitt.
sing (IP-tala skráð) 28.11.2013 kl. 15:35
Óskar: Vinstri stjórnin vildi sem minnst hrófla við þjónustu þjóðfélagsins gagnvart borgurunum. Þannig tókst að verja velkerfðarkerfið en vegna niðurskurðar var tæpt á tæpasta vað. Ríkisstjórn broskarlanna telur sig geta skorið meira niður en í tíð fyrri stjórnar sem þó átti við gríðarlega erfiðleika að etja að koma efnahagskerfinu í gang aftur.
Og einkennilegt er að á sama tíma er ríkisstjórnin að stórauka kostnaðinn við æðstu stórn ríkisins. Er ekki hægt að setja kvóta á utanlandsferðir forseta lýðveldisins sem og ráðherra? Og fjölgun ráðherra og aðstoðarmanna þeirra sýnir ekki sérleg búhyggindi. Eru þetta skussar?
Guðjón Sigþór Jensson, 28.11.2013 kl. 18:50
Sing - hvaðan sem þetta dulnefni er komið, kannski frá Kína?
Við þig vil eg segja þetta: Til að lýðræðið virki þarf góða og vandaða þjóðmálaumræðu. RÚV hefur rækt þetta hlutverk mjög vel á faglegum forsendum bæði með þáttum á borð við Kastljós og Spegilinn. Og nú á að skera niður m.a. með því að hrekja fagmenn frá þessum góða miðli ásamt því að áætlun er komin í gang að stytta og fækka fréttatímum RÚV. Sennilega hefur þú misskilið eitthvað enda er eg ekki að hvetja til að afvegaleið fólk eins og sumir vilja þó gera með útúrsnúningur og orðhengilshætti.
Hinsvegar á liður eins og fíflafréttaþátturinn Hraðfréttir að vera áfram. Þar mætti byrja á niðurskurði!
Guðjón Sigþór Jensson, 28.11.2013 kl. 18:55
*Núverandi ríkisstjórn [...] vill ekki að Ísland tengist meir nágrannalödum sínum.
Eitt er að eiga viðskifti við, annað er að lúta stjórn.
*Umhverfismálin á ekki að taka of hátíðlega, allt skal vera í gamla íhaldshorfinu.
Það er einmitt best að vera ekki að því. Þau eru bara fjárplósgsstarfsemi aðila á vegum annarra ríkja. SBR þetta með bensínið, sparperurnar og kolefniskvótinn.
*Séu stjórnvöld ekki meira með á nótunum að við erum á 21. öld en ekki á tímum fasistma
Við erum víst á tímum fasisma: bankarnir eru bara leppfyrirtæki ríkisins, alveg eftir fasista-forskriftinni; orkufyrirtækin eru meira og minna undir ríkinu, stærsta fjölmiðlafyrirtæki lansins er beinlínis ríkisrekið... osfrv.
*Ákvörðun Hönnu Birnu að siga lögreglunni á friðsama mótmælendur meðal Hraunavina færði okkur ansi nálægt fasisma.
Eða lýðræði. Það var líka barist fyrir því að vegur yrði lagður þangað. Af þeim sem þarna bjuggu.
*Eigi nú að nota „frelsi“ auðsins til að stjórna landi og lýð, erum við að þokast nær fasismanum.
Auðurinn er ekki frjáls, vegna þess að við höfum aldrei þokast frá fasismanum.
*Frelsi í fjölmiðlum
Draumórar.
*Þá var lýðræðið að þróast mun hraðar en núverandi stjórnvöldum hugnast.
Ég held ekki í alvöru að fólk vilji lýðræði. Annars værum við með það. En ekki bara smá vísi að því.
*Við skulum athuga að RÚV má aldrei vera málpípa stjórnvalda.
En RÚV hefur alltaf verið málpípa stjórnvalda. vegna þess að það er RÍKIS útvarpið. Hvað hélstu eiginlega að RÚV stæði fyrir?
*Við íslenska þjóðin eigum öll RÚV
"Það sem allir eiga, það á enginn."
*Við áttum góð ár undir ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur þegar lýðræðisleg vinnubrögð voru höfð í fyrirúmi.
Kanntu annan?
Ásgrímur Hartmannsson, 28.11.2013 kl. 21:42
Ekki er eg sá eini sem leyfi mnér að hafa aðra söguskýringu en áhangendur núverandi valdhafa.
Hvet þig Ásgrímur að lesa greinar og ritygerðir eftir Svan Kristjánsson prófessor við HÍ. Hann hefur verið í 40 ár að skoða lýðræðið á Íslandi og hefur safnað saman gríðarlegri þekkingu á þessu sviði og miðlar til nemenda sinna sem og samfélagsins alls.
Ef ber hann fyrir mig um að lýðræðið hafi náð lengst undir ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Núna hefur verið tekið fyrir þá þróun. - Því miður.
Guðjón Sigþór Jensson, 29.11.2013 kl. 12:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.