Ferðamannaiðnaður: hvaða fyrirbæri er það?

Orðskrípi á borð við „ferðamannaiðnaður“ hafa vaðið uppi og ekkert gengur að kveða þennan  draug niður fremur en aðra drauga. Hvað mætti ætla að væri átt við orðinu „ferðamannaiðnaður“? Er það einhver iðnframleiðsla eins og minjagripaframleiðsla í þágu ferðamanna? Sennilega „Made in China“?

Eða pulsugerð til að seðja sárasta hungur ferðamanna í sjoppum og söluskálum landsins?

Það er undarlegt ef rétt er eftir Grími Sæmundsen forstjóra Bláa lónsins haft að hann nefni einn mikilvægasta atvinnuveg þjóðarinnar þessu orðskrípi. Fyrir löngu hefur verið bent á að þetta hugtak er með öllu óhæft og er bein þýðing á enskunni „tourist industry“ en þar er fremur átt við starfsemi eða öllu heldur þjónustu fremur en iðnað. Enskan er allflókið tungumál og margir varast illa blindgötur þegar verið er að þýða orð.

Fyrir meira en 20 árum sótti eg tíma hjá Birnu Bjarnleifsdóttur sem veitti Leiðsöguskóla Íslands forstöðu. Lagði hún mikla áherslu á að við ættum að nefna hlutina réttu nafni og þessi stöðugt vaxandi atvinnugrein þyrfti að vaxa og dafna undir sínu rétta nafni: FERÐAÞJÓNUSTA!

 


mbl.is Undirverðlagðar ferðamannaperlur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"..segir Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins." En Bláa Lónið er manngerður sundstaður úr iðnaðarúrgangi. E.t.v þýðir "ferðamannaiðnaður" að við eigum að halda áfram að búa til "náttúruperlur" fyrir ferðamennina. Enda virðast þær manngerðu vinsælli en þær náttúrulegu.

Ufsi (IP-tala skráð) 2.11.2013 kl. 19:28

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Mér finnst þetta vera á jaðrinum að vera útúrsnúningar.

Guðjón Sigþór Jensson, 3.11.2013 kl. 12:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband