Gríðarleg dýr björgun

Sennilega hefði verið ódýrara hefði þetta brennandi skip sokkið fljótlega eftir að áhöfninni hafði verið bjargað. Áhöfn Þórs sem og slökkviliðsmenn eru væntanlega allir á áhættutaxta sem bætist við föst laun.

En hér er einnig um mjög dýrmæta reynslu að ræða sem erfitt er að meta til fjár. Hinir ýmsu kostir þessa góða varð- og björgunarskips hafa sýnt sig og sannað. Og áhöfnin hefur öðlast dýrmæta reynslu.

Líklegt er að meginkostnaður björgunar lendi á tryggingafélagi skipsins alla vega að einhverju marki. Það má  vera mildi að ekki hlaust nein slys af og sérstaklega þegar í ljós kom eftir að skipið hafði verið dregið inn í Hafnarfjarðarhöfn hafi enn logað miklir eldar í því. Þegar slökkviliðið opnar einhverjar dyr eða op, streymir súrefni inn að eldinum. Súrefni er eitt af þrem meginforsendum elds, aðrir eru að sjálfsagðu hiti og eldsmatur.

Þá var umtalsverð hætta á sprengingu og það var að öllum líkindum rétt mat slökkviðliðsstjóra að láta draga skipið út úr höfninni og á stað þar sem áhætta var lágmörkuð. Sennilega hefði verið skynsamlegra í upphafi að draga skipið inn í Straumsvíkurhöfn fremur en Hafnarfjarðarhöfn eftir á litið og er undarlegt að sú höfn sé ekki talin að öllu jöfnu betri og æskilegri fremur en Hafnarfjarðarhöfn. 


mbl.is Þyrlan flaug með búnað til Þórs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætli höfnin í Straumsvík sé einkahöfn? Svo yrði það örugglega ekki vinsælt að teppa hana með sokknu skipi.

Karl J. (IP-tala skráð) 2.11.2013 kl. 21:29

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Straumsvíkurhöfn var byggð með gríðarlegum tilkostnaði á kostnað ríkisins. Við byggingu hafnarinnar komst þýski verktakinn Hochtief að útboðsgögnin voru meingölluð. Við ítarlegar rannsóknir var mýrarjarðvegur undir tiltölulega þunnu hraunlagi sem ekki mkom fram í útboðsgögnum. Fyrir vikið varð höfnin mun dýrari en ella því fjarlægja þurfi mýrarjarðveginn og aka meira af góðu efni í staðinn.

Mér er ekki kunnugt um að Ísal hafi fengið höfnina öðru vísi en til afnota. Það eru einmitt svona framkvæmdir sem setja allar fjárhagsáætlanir í uppnám. Vegna þessa verksamnings urðu gríðarleg málaferli sem má lesa í dómasafni Hæstaréttar fyrir þá sem það nenna.

Guðjón Sigþór Jensson, 3.11.2013 kl. 13:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 243036

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband