Elsta húsaröð landsins

Sú var tíðin að til stóð að rífa öll hús milli Stjórnarráðsins og MR. Talað var fjálglega um gamlar fúaspýtur og hrörlega kofa sem einhverjir sérvitringar vildu varðveita. Nú dettur engum manni í hug að fjarlægja þessi fögru hús og byggja gríðarstóra steinsteypubyggingu eins og stóð til á sínum tíma.

Eg man eftir því þegar hópur áhugasamra kom saman og málaði þessi hús fyrir rúmum 40 árum og umræðan hófst um hvernig varðveita mætti Bernhöftstorfuna. Þarna voru arkitektar, listamenn og leikarar á ferð sem vildu hefja þessi hús til virðingar. Þau voru mjög illa leikin m.a. af brennuvörgum sem margsinnis reyndu að koma þeim fyrir kattarnef. Í dag er Bernhöftstorfan ein fegursta og jafnframt elsta húsaröð á gjörvöllu Íslandi enda var þeim strax í upphafi gefið nýtt hlutverk. 

Sem leiðsögumaður erlendra ferðamanni í mörg ár er eg stoltur af þessum húsum. Þau eru lítið brot af 19. öld sem enn má sjá í miðbæ Reykjavíkur þar sem oft hafa orðið mjög slæmir og afdrifaríkir brunar, oftast af kæruleysi. Um langa hríð mátti ekki byggja eitt einasta timburhús í Reykjavík, þeim fækkaði óðum, nokkur flutt upp í Árbæ. En það rétta  er að varðveita þau á upprunalega staðnum.


mbl.is Mikill áhugi á Bernhöftstorfunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband