Hugmynd að lausn

Nýverið var eg á ferð um Coloradofylkið í BNA. Við vorum áhugasamir félagar í Skógræktarfélagi Íslands að skoða tré í haustlitum í þjóðgörðum þar í Klettafjöllunum. Mjög mikil náttúrufegurð er þarna og í landi einkavæðingarinnar í allri sinni dýrð dettur engum heilvita manni að rukka ferðamenn á eigin spýtur fyrir að skoða sig um.

Það fylgja nefnilega mikilvægar skyldur jafnframt því að krefjast aðgangseyris. Þar þarf að vera góð og óaðfinnanleg aðstaða til fræðslu og heilbrigðismála að ógleymdu öryggi. Og einkaaðilum fallast yfirleitt hendur að taka slíkt hlutverk að sér og velja fremur að eftirláta því opinbera að sjá um þessa þætti.

Vel mætti hugsa sér að ferðamenn sem koma hingað til lands sé boðið í Leifstöð að kaupa sér sérstakt persónulegt skírteini sem gildi í eina eða fleiri vikur eftir ósk viðkomandi. Fyrsta vikan kosti t.d. 10-20 Evrur og veiti ókeypis aðgang og not að öllum þjóðgörðum landsins, byggðasöfnum, listasöfnum og öðrum söfnum sem rekin eru fyrir opinbert fé. Síðan mætti hver vika kosta eitthvað minna.

Hér er hagræðið í að einu sinni er rukkað fyrir en ekki margsinnis eins og verið hefur. Skírteini mætti vera strikamerkt og starfsmaður á hverjum stað sér um að hver ferðamaður skanni inn strikamerkið. Þannig er unnt að telja hvern ferðamann á hverjum stað sem gefur möguleika á leið til að allir heimsóttir staðir fái sinn hlut af aðgangseyri með hliðsjón af notum.

Við Íslendingar höfum verið viðkvæmir fyrir gjaldtöku gagnvart okkur enda teljum við með sköttunum sem við greiðum, séum við að inna af hendi hlut okkar.

Þessari hugmynd er hér með komið á framfæri sem eg vona að einhver ráðamaður eða þingmaður geri að sinni, breyti og aðlagi að sínum hugmyndum.

Meðfylgjandi er mynd frá Gunnison þjóðgarðinum í Colorado, Svörtu gljúfrum, Black canyon eru mjög djúp, nokkur hundruð metra. Þarna eru öflugar öryggisgirðingar og merkingar, frábær upplýsingamiðstöð og hreinlætisaðstaða.

Góðar stundir. 


mbl.is „Enda á ég Kerið og borga ekki krónu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Sælir Guðjón

Ég tók eftir þessari setningu hjá þér,

" Þar þarf að vera góð og óaðfinnanleg aðstaða til fræðslu og heilbrigðismála að ógleymdu öryggi"

Afhverju, Er ekki munn betra að fólk taki ábyrgð á sínu eigin ferðum? Annars ætla ég ekkert að segja um skatta eða rukka ég er ekki búin að kynna mér það nægilega vel. 

Axel (IP-tala skráð) 31.10.2013 kl. 10:46

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Eg reyndi í tvígang að setja inn mynd sem sýnir hættuna, en án árangurs. Þó svo að meginreglan sé að hver eigi að bera ábyrgð á sjálfum sér þá öllum ekki lífshætta augljós. Má þar nefna hraphættu fram af bröttum klettum niður í hyldjúp gljúfur.

Þá er oft nauðsynlegt að setja upp girðingu eins og við Hraunfossa og á Þingvelli til að koma í veg fyrir traðk.

Guðjón Sigþór Jensson, 31.10.2013 kl. 12:59

3 identicon

Spurning að láta björgunarsveitirnar fá skanna líka. Þær geta þá lesið strikamerkin á þeim sem týnast...

Davið (IP-tala skráð) 31.10.2013 kl. 15:06

4 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Guðjón, ég er sammála þér hér að ofan, svo finnst mér góð hugmynd hjá Davíð líka.

Ég er svo mikill þjóernissinni að vill ég endilega að Íslendingar njóti Íslands frítt!

Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 31.10.2013 kl. 21:36

5 Smámynd: Þórir Kjartansson

Sæll Guðjón.  Sammála mörgu sem þú segir þarna en algerlega andsnúinn þessum hugmyndum um að vera með einhverja skanna út um allar koppagrundir.  Að selja fólki þessa náttúrupassa, eða hvað menn vilja kalla það, við komuna til landsins getur verið svo einfalt og ódýrt að við megum ekki vera að flækja málið með enhverju svona. Landverðir gætu gert einhverjar stikkprufur og  skapað með því aðhald  og haft passana til sölu ef þeir hitta á einhverja sem hafa trassað eða ætlað sér að komast undan þessu.   Kveðja  úr Víkinni

Þórir Kjartansson, 31.10.2013 kl. 21:48

6 Smámynd: Börkur Hrólfsson

Hér er smá dæmi:

Hjörleifshöfði er náttúruperla, og víðsýnt þaðan. Hann er líka sögustaður.

Sökum landfræðilegrar stöðu er hann ekki fjölsóttur ferðamannastaður, en yrði það eflaust ef aðgengi væri betra.

Segjum nú, að ég setji heimsókn í Hjörleifshöfða í mínar ferðir, og selji ferðirnar m.annars úá þá heimsókn.

Segjum líka, að vegna átroðnings verði til óskipulagðir stígar útum allt, og skitið verði bakvið steina og þúfur, og pappír og dömubindi skilin eftir. Einnig rusl, og kannski fer fólk að tjalda þarna, og skilur eftir sig rusl og óþrifnað. Þá yrðu vörður reista án efa útum allt. Að ekki sé talað um slysin, sem yrðu á svæðinu.

Hvað finnst landeigandanum um þetta ? Þetta er það sem gerist allsstaðar þar sem staðir hafa verið gerðir að ferðamannastöðum, ég nefni t.d. Reykjadalir ofan Hveragerðis.

Landeigandinn myndi kannski vilja stoppa þennann átroðning á viðkvæmann gróðurinn, eða takmarka að einhverju leyti aðgang, eða reyna að stýra fólki með göngustígum, eða reyna að banna tjöldun, þá þarf hann að sýna frammá að þetta svæði sé nýtt af eigendum.

Myndi landeigandinn vilja treysta á að fá fé úr náttúrupassasjóðnum, eða myndi hann huga að einhverskonar gjaldtöku til að standa undir kostnaði við landvörslu, sorpeyðingu, hreinlætisaðstöðu og girðingar ?

Mér finnst alveg útí hött að landeigandi, hvort sem það er ríki, sveitarfélag eða einstaklingar geti ekki ráðið sjáfir hvort land þeirra verður ,,ferðamannastaður" og þá hvort gjaldtaka eigi sér stað, og hve hátt það gjald eigi að vera.

Ég held líka að ansi margir túlki ,,frjálsa för" um land annara ansi frjálslega. Í mínum huga verður það alltaf að vera í sátt við landeiganda, og það að einhverntíma í fyrndninni hafi þjóðleið legið um eitthvert svæði, er engan veginn leyfi til að fara þar um ef ,,þjóðleið" hefur verið breytt.

Ég tel einnig, að landeiganda sé fullkomlega leyfilegt að rukka ,,glápugjald" án þess að nokkur önnur þjónusta komi fyrir en að hleypa fólki að útsýnisstöðum.

Ekki gleyma því, að göngustígar, eða jafnvel bara að höggva tré til að gefa gott útsýni er ,,þjónusta". Kerfélagið gefur hverjum sem kemur þar bækling með upplýsingum um Kerið og nágrenni, það er þjónusta. Þar eru jafnframt göngustígar of ruslafötur, og borð til að tylla sér við.

Við getum haft skoðanir á því hvernig tilkoma stíganna er, og hvort Kerfélagið eigi að endurgreiða einhvern kostnað til hins opinbera fyrir þá, en við skulum ekki gleyma hvernig tilkoma þeirra varð.

Til upprifjunar skal ég segja frá því.

Landeigandi Kersins og umhverfisins, hótaði að girða land sitt af, og loka fyrir aðgang að kerinu, enda umgengni slæm.

Það varð að samkomulagi, að gert yrði plan og göngustígar, og sett upp upplýsingaskilti, þar sem meðal annars kemur fram, að fólk eigi að halda sig við merkta stíga. Kerið yrði áfram opið fyrir almenna umferð.

Enginn sá þá fyrir þá sprengingu, sem hefur orðið í fjölda ferðamanna, né þann átroðning með tilheyrandi landspjöllum, sem hefur orðið síðan þá.

Því miður hefur fólk ekki séð ástæðu til að lesa skiltið og fara eftir tilmælum um að halda sig á stígunum, og er svo komið núna, að svæðið er illa farið af átroðningi. Ég verð að segja að þar hafa menntaðir og reyndir leiðsögumenn brugðist líka og er skömm áð því.

Landeigendur ákváðu, að rukka gjald, til að takmarka átroðning og til að kosta verndun staðarins, og ég er alveg sammála því. Allir hafa leyfi til að koma og berja staðinn augum, gegn gjaldi, sem ég læt öðrum eftir að ákveða hvort er hóflegt eða ekki.

Eftir stendur spurningin, hvað myndi eigandi Hjörleifshöfða gera, ef höfðinn yrði jafn vinsæll og Kerið ?

Börkur Hrólfsson, 1.11.2013 kl. 12:41

7 identicon

Ég þakka nú fyrir að Ögmundur er ekki veiðimaður, því að með sömu rökum gæti hann skotið allt kvikt hvar sem til þess næðist. Rjúpa, gæsir, hreindýr, andfuglar og hvað annað sem manninum dytti nú í hug að skjóta væru hans bráð enda væri hann búinn að borga veiðikort og þessvegna MÆTTI hann skjóta þetta hvar sem væri, á annara manna jörðum og þess vegna á hlaðinu hjá fólki. #Enda á ég gæsina og borga ekki krónu til "eigenda" í gæsalöppum.#  Hvað svo?  Gera það sem hann vill við börnin hjá manni af því að þau eru framtíðar auður landsins og hann á þau líka? Hvar enda svona rök?

Keli (IP-tala skráð) 1.11.2013 kl. 13:38

8 Smámynd: Þórir Kjartansson

Kæri félagi Börkur.                                                                                                                                                                                                                                                                                          Ég held að það yrði allt of langt mál fyrir okkur að bloggast á um þetta.  Vonast til að hitta þig einhver tíma á næstunni og þá getum við tekið umræðu um þessi mál.

Landeigandi  Hjörleifshöfða

Þórir Kjartansson, 1.11.2013 kl. 16:14

9 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þakka góðar athugasemdir

Nú er forsenda fyrir gjaldtöku að einhver grunnþjónusta sé veitt: Góðar upplýsingar, hreinlætisaðstaða og að öryggi sé tryggt. Það fylgir skyldur réttindum sem stundum gleymist. Eg hugðist setja inn mynd úr bandarískum þjóðgarði en er ekki nógu flinkur í tölvum til að setja myndina inn. Þar er allt sem mig langar til að útskýra.

Þegar eg er að minnast á skanna í tengslum við strikamerki, þá er þarna um ódýra lausn sem jafnframt gefur möguleika upp á talningu sem gæti verið grundvöllur að skiptingu tekna vegna þessara skírteina.

Þessi gjaldtökumál eru auðvitað vandmeðfarin og það er skiljanlegt að mörgum landeigenda þyki miður að hafa ekki einhverjar tekjur af náttúruperlum. Stundum getur hæfilega stór kaffistofa með minjagripasölu með hreinlætisaðstöðu gefið af sér tekjur en þær eru stopular og bundnar við háannatíma í ferðaþjónustu.

Guðjón Sigþór Jensson, 1.11.2013 kl. 18:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 242836

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband