30.10.2013 | 15:18
Sundurlyndi vinstri manna hefur verið vatn á myllu Sjálfstæðisflokksins
Margir eldri borgarar muna eftir borða sem strengdur var þvert yfir Bankastrætið efst: X-D Vörn gegn glundroða.
Sjálfstæðisflokkurinn reyndist í raun engin vörn gegn þeim glundroða sem bankahrunið og græðgin í samfélaginu skildi eftir sig. Og allt ætlaði um koll að keyra þegar ákveðið var að ákæra Geir Haarde fyrir afglöp í starfi. Hann var talinn hafa sýnt af sér vanrækslu í starfi sem forsætisráðherra en dæmdur í vægustu refsingu.
Nú þegar Jón Gnarr lýsir yfir að hann sé hættur sem borgarstjóri í Reykjavík þar sem hann vill fremur þjóna listagyðjunni fremur en fröken Reykjavík. Og þá fer mikill hugur um þá sem fylgja Sjálfstæðisflokknum.
Sennilega er Jón Gnarr með skárri borgarstjórum Reykjavíkur. Hann er ekki sérlega pólitískur, hann sóttist eftir vel launuðu starfi sem hann þyrfti ekki að sinna of mikið um. Með því voru ákveðin skilaboð og innst inni er Jón Gnarr fyrir vikið einn sá heiðarlegasti sem setið hefur í stól borgarstjóra.
Því miður ber sagan Sjálfstæðisflokknum ekkert of vel söguna. Ásamt Framsóknarflokknum eru þessir flokkar tengdir alvarlegri spillingu langt aftur í tímann. Völdin hafa glapið mönnum sýn og oft hafa þau verið gróflega misnotuð. Siðvæðing hefur aldrei náð inn fyrir flokksmúrana og er það miður. Ráðamenn hafa metið eigin hagsmuni fram yfir önnur sjónarmið sem vera kunna mikilsverðari.
Íslenskir stjórnmálamenn starfa ekki eftir siðareglum. Þeir hafa frumskógalögmálið í fyrirrúmi, kappkosta í skjóli auðs og áhrifa að koma sér í betri aðstöðu og eru tilbúnir að leggja töluvert undir. Prófkjör á vegum Sjálfstæðisflokksins minnir meir á óráðsíu og spillingu í Rómaborg fyrrum en daglegt líf í Reykjavík nú.
Stjórnmálamenn eiga margt eftir ólært, sérstaklega þurfa stjórnmálamenn innan gömlu valdaflokkanna að taka sig á, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Þeir mættu lesa sem skyldulesningu ævisögu Páls Jónssonar vegfræðings sem Jón Helgason færði í letur á sínum tíma: Orð skulu standa. Innihaldslaus loforð sem ekki verða efnd ber vott um mjög lélegt siðferði og vitund um muninn hvað rétt er og rangt.
Við lifum á miklum breytingatímum. Þær breytingar eiga að leiða okkur fram á veginn en ekki afvegaleiða okkur inn í einhverja afdali þar sem nátttröllin ráða!
Góðar stundir.
Gjörbreytt staða í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.