Sennileg afleiðing?

Í lögfræðinni er glímt við rökfræði. Ef atburður A leiðir til þess að tjónþoli verði til annars tjóns B er þá unnt að sanna að tjón vegna B hafi aðeins orðið vegna undanfara tjóns A?

Í þessu tilfelli er maður sem er á leið í fylgd sjúkrabíls vegna atviks A en lendir í tjóni B og lést er þá það afleiðing vegna A? Svo sannanlega en ekki sennileg afleiðing undir venjulegum kringumstæðum. Tjónið í atburði A er ekki það mikið að jafnast á við mun alvarlegri afleiðinga vegna atburðar B.

Ljóst er að atburður B hefði aðeins orðið eftir að atburður A hefði átt sér stað. Eða var hvor atburðurinn fyrir sigsérstök tilviljun og þá óháður hvor öðrum?  

Það er einmitt þetta orsakasamband sem lögfræðingar geta deilt langtímum saman fyrir dómstólum og fært hvor um sig sannfærandi rök fyrir máli sínu.

Þegar eg las þetta rifjaðist upp fyrir mér tímar fyrir nær 40 árum í skaðabótarétti hjá prófessor Arnljóti Björnssyni sem var mikið fyrir að fjalla um þessa hluti: eðlilegt orsakasamband og sennilega afleiðingu. Þarna gafst gott tækifæri til æfinga um rökfærslur. Þarna átti að rökræða án tilfinninga og það varð hin besta íþrótt rétt eins og að tefla. Eg lauk aldrei prófi, eg fékk alltaf dúndrandi hausverk af þessu öllu saman og ákvað að leggja árar í bát.


mbl.is Lést í bílslysi á leið á sjúkrahúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband