Margt er furðulegt

Varla getur það verið auðvelt að vita ekkert um afdrif eiginmanns síns hátt í 4 áratugi. Nú gerist þetta á friðartímum en á stríðsárunum gerðust margir furðulegir atburðir líkir þessum en þó nokkuð örðruvísi.

Jón kadett í Hjálpræðishernum réð sig á erlent kolaskip í upphafi stríðsins. Steinn Steinarr orkti frægt kvæði um Kadettinn þar sem Hjálpræðisherinn stóð á bryggjunni og söng. Engum datt í hug annað en að nú væri kadettinn drukknaður einhvers staðar. Mikil var undrun félaga hans þegar hann birtist 10. maí 1940 með breska hernum og var hann nú sérlegur túlkur og undirliðþjálfi að tign. Hefur Jónas Árnason skáld, þingmaður og rithöfundur fært í letur ódauðlegar frásagnir kadettsins og kom út á bók: Syndin er lævís og lipur.

Norður á Siglufirði skrapp maður nokkur út í mjólkurbúð með brúsann og var hans auðvitað von til baka stundarkorni síðar. Þessi frásögn gerðist á stríðsárunum. Ekki kom hann heim þann daginn og spurðist ekkert til hans um nokkurra mánaða skeið. Frásögn hans var nokkuð skondin en hann fór um borð í skip sem lét úr höfn án þess að hann komst frá borði. Fór hann með skipinu og var erlendis um tíma uns kom til baka með sennilega öðru skipi. Gekk maðurinn inn í hús sitt og varð vitanlega fagnaðarfundur meðal ættingja hans. Ekki fór neinum sögum af mjólkurbrúsanum, sjálfsagt hefur hann orðið viðskila við eiganda sinn en ef þennan mjólkurbrúsa sé einhvers staðar að finna er hann að öllum líkindum með víðförulli mjólkurbrúsum.


mbl.is Ekki heyrt í eiginmanni sínum í 37 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 242914

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband