29.10.2013 | 10:38
Minnir á hlutverkaleiki barna
Í mínu ungdæmi var töluvert um að börn færu í alls konar hlutverkaleiki. Við hermdum sitthvað sem við heyrðum fullorðna fólkið vera að gera og þega við gátum lesið blöð og bækur ímynduðum við kkur stundum að vera í öðrum hlutverkum. Það voru jafnvel heilu leiritin búin til með litlum fyrirvara og síðan var hoppað og skoppað út um víðan völl.
Utanfarir núverandi ráðamanna eru áberandi miklar. Það er eins og þeir séu meira og minna veruleikafirrtir og leysa hvorn annan af bæði seint og snemma. Og nú þessa dagana sitjum við landslýður uppi með hvorki fleiri né færri en 3 forsætisráðherra og enn fleiri handhafa forsetavalds. Nú geta þeir tekið upp sama siðinn og Davíð Oddsson þegar hann náðaði Árna Johnsen meðan Ólafur Ragnar skrapp út fyrir landið, hvert man eg ekki en nógu langt var það að þegar Ólafur Ragnar kom til baka var búið að náða Árna og hann orðinn hvítþveginn af öllum vafasömum tilburðum og verknuðum.
Eitthvað munu öll þessi hlutverkaskipti kosta skattborgara landsins.
Athygli vekur að Sigmundur Davíð Oddsson lætur Gunnar Kakastan utanríkisráðherra sinn ekki leysa sig af. Gömul venja í goggunarröð ráðherra er að utanríkisráðherra gangi forsætisráðherra næstur að tign enda er litið svo á að viðurkenning annara þjóða gangi gegnum Utanríkisráðuneyti hvers sjálfstæðs lands. Síðan eru ýmist fjármálaráðherra eða einhver annar en innanríkisráðherra annað hvort þá á eftir eða undan þeim sem heldur höndum um gullið.
Eigi leika börn áþekka leiki sín á milli nú eins og fyrrum. Þau sækja sér fyrirmyndir sjálfsagt í sitthvað annað, dægradvöl sem þeim stendur nærri fremur en grútleiðinlegasta starf sem unnt er að hugsa sér í dag, að vera ráðherra, sérstaklega forsætisráðherra, nema valdagleðin sé þá þess meiri.
Góðar stundir!
Gegna störfum forsætisráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 243410
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eru þetta ekki lögin sem segja að þetta eigi að vera svona ?
Af hverju bloggaðirðu aldrei um sama mál í tíð síðustu ríkistjórnar ?
Getur verið að stjórnmálaskoðun þín stjórni hvernig þú bloggar ?
Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 29.10.2013 kl. 11:58
Eg bloggaði heilmikið um verk og störf fyrri ríkisstjórna. Hins vegar þá var eg oftar sammála eins og í Icesave málinu sem er eitt ómerkilegasta pólitíska uppþot í ísle4nskri stjórnmálasögu. Alltaf var vitað að nægt fé var til að greiða skuldirnar en það vildi Sigmundur Davíð og Ólafur Ragnar ekki hlusta á. Þetta mál var vakið upp með miklu moldviðri og fúkkyrðum, dregið niður í táradal tilfinninga og þjóðernisrembings. Og herkostnaðurinn var gríðarmikill: Með töfinni var komið í veg fyrr að Íslendingar nytju betri viðskiptakjara erlendis, hagstæðari lánskjara, lægri vaxta og meiri fjárfestingu. Fyrr hefði tekist að koma „hjólum atvinnulífsins“ af stað og draga úr atvinnuleysi. Markmið þáverandi ríkisstjórnar var að koma þessu vandræðamáli sem fyrst frá. Á þetta vildu hvorki Sigmundur Davíð né Ólafur Ragnar hlusta. Og við gluturðum niður a.m.k. 60 milljörðum í boði þeirra.
Guðjón Sigþór Jensson, 29.10.2013 kl. 13:28
Til viðbótar þessu voru kannski verstu mistök ríkisstjórnar Jóhönnu að koma ekki í veg fyrir að kanadískur braskari keypti Orkuveitu Suðurnesja, Magma málið. Með því var haldið á sömu braut allt of mikillrar bjartsýni að unnt væri að fá jarðhitaorku án takmörkunar. Í ljós kom að orkuspár voru ekki í neinu samræmi við ástand jarðhitakerfanna að mati jarðhitasérfræðinga. Þessi erlendi braskari hefur knúið á eins mikla orkunýtingu og unnt er. Nú telja jarðhitafræðingar að unnt sé að nálgast hámarksmagns en sá jarðhiti hverfi mjög hratt og eins og við rányrkju er gengið of nálægt auðlindinni. Það gæti liðið 1000 ár uns jarðhitakerfin nái sér aftur á sama strik.
Guðjón Sigþór Jensson, 29.10.2013 kl. 13:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.