Minnir á hlutverkaleiki barna

Í mínu ungdæmi var töluvert um að börn færu í alls konar hlutverkaleiki. Við hermdum sitthvað sem við heyrðum fullorðna fólkið vera að gera og þega við gátum lesið blöð og bækur ímynduðum við kkur stundum að vera í öðrum hlutverkum. Það voru jafnvel heilu leiritin búin til með litlum fyrirvara og síðan var hoppað og skoppað út um víðan völl.

Utanfarir núverandi ráðamanna eru áberandi miklar. Það er eins og þeir séu meira og minna veruleikafirrtir og leysa hvorn annan af bæði seint og snemma. Og nú þessa dagana sitjum við landslýður uppi með hvorki fleiri né færri en 3 forsætisráðherra og enn fleiri handhafa forsetavalds. Nú geta þeir tekið upp sama siðinn og Davíð Oddsson þegar hann náðaði Árna Johnsen meðan Ólafur Ragnar skrapp út fyrir landið, hvert man eg ekki en nógu langt var það að þegar Ólafur Ragnar kom til baka var búið að náða Árna og hann orðinn hvítþveginn af öllum vafasömum tilburðum og verknuðum.

Eitthvað munu öll þessi hlutverkaskipti kosta skattborgara landsins. 

Athygli vekur að Sigmundur Davíð Oddsson lætur Gunnar „Kakastan“ utanríkisráðherra sinn ekki leysa sig af. Gömul venja í goggunarröð ráðherra er að utanríkisráðherra gangi forsætisráðherra næstur að tign enda er litið svo á að viðurkenning annara þjóða gangi gegnum Utanríkisráðuneyti hvers sjálfstæðs lands. Síðan eru ýmist fjármálaráðherra eða einhver annar en innanríkisráðherra annað hvort þá á eftir eða undan þeim sem heldur höndum um gullið.

Eigi leika börn áþekka leiki sín á milli nú eins og fyrrum. Þau sækja sér fyrirmyndir sjálfsagt í sitthvað annað, dægradvöl sem þeim stendur nærri fremur en grútleiðinlegasta starf sem unnt er að hugsa sér í dag, að vera ráðherra, sérstaklega forsætisráðherra, nema valdagleðin sé þá þess meiri.

Góðar stundir! 


mbl.is Gegna störfum forsætisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eru þetta ekki lögin sem segja að þetta eigi að vera svona ?

Af hverju bloggaðirðu aldrei um sama mál í tíð síðustu ríkistjórnar ?

Getur verið að stjórnmálaskoðun þín stjórni hvernig þú bloggar ?

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 29.10.2013 kl. 11:58

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Eg bloggaði heilmikið um verk og störf fyrri ríkisstjórna. Hins vegar þá var eg oftar sammála eins og í Icesave málinu sem er eitt ómerkilegasta pólitíska uppþot í ísle4nskri stjórnmálasögu. Alltaf var vitað að nægt fé var til að greiða skuldirnar en það vildi Sigmundur Davíð og Ólafur Ragnar ekki hlusta á. Þetta mál var vakið upp með miklu moldviðri og fúkkyrðum, dregið niður í táradal tilfinninga og þjóðernisrembings. Og herkostnaðurinn var gríðarmikill: Með töfinni var komið í veg fyrr að Íslendingar nytju betri viðskiptakjara erlendis, hagstæðari lánskjara, lægri vaxta og meiri fjárfestingu. Fyrr hefði tekist að koma „hjólum atvinnulífsins“ af stað og draga úr atvinnuleysi. Markmið þáverandi ríkisstjórnar var að koma þessu vandræðamáli sem fyrst frá. Á þetta vildu hvorki Sigmundur Davíð né Ólafur Ragnar hlusta. Og við gluturðum niður a.m.k. 60 milljörðum í boði þeirra.

Guðjón Sigþór Jensson, 29.10.2013 kl. 13:28

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Til viðbótar þessu voru kannski verstu mistök ríkisstjórnar Jóhönnu að koma ekki í veg fyrir að kanadískur braskari keypti Orkuveitu Suðurnesja, Magma málið. Með því var haldið á sömu braut allt of mikillrar bjartsýni að unnt væri að fá jarðhitaorku án takmörkunar. Í ljós kom að orkuspár voru ekki í neinu samræmi við ástand jarðhitakerfanna að mati jarðhitasérfræðinga. Þessi erlendi braskari hefur knúið á eins mikla orkunýtingu og unnt er. Nú telja jarðhitafræðingar að unnt sé að nálgast hámarksmagns en sá jarðhiti hverfi mjög hratt og eins og við rányrkju er gengið of nálægt auðlindinni. Það gæti liðið 1000 ár uns jarðhitakerfin nái sér aftur á sama strik.

Guðjón Sigþór Jensson, 29.10.2013 kl. 13:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 243410

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband