Á lögreglunni að vera stjórnað af stjórnmálamönnum?

Umdeildar ákvarðanir teknar af stjórnmálamönnum eru sjaldnast sérlega lýðræðislegar. Að knýja í gegn framkvæmdum sem ekki styðjast við meirihluta þjóðarinnar minna óneitanlega á valdboð einræðisherra fyrri tíma.

Hanna Birna hefur sýnt af sér þá umdeildu djörfung að taka yfir alla stjórn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu til að handtaka mótmælendur. Þessi ákvörðun er vægast sagt mjög umdeild og nýtur hvergi stuðnings í lýðfrjálsu landi. Þessi ákvörðun hefur það í för með sér að lögreglunni sé stjórnað í þágu stórnmálaafla og er þá ekki ansi stutt í fasismann?

„Með lögum skal land byggja en ólögum eyða“ eru einkunnarorð lögreglunnar. Nú er verið að siga lögreglunni tugum sama að skipun innanríkisráðherra á fámenna friðsama sveit mótmælenda til að framfylgja ákvörðunum byggðum á ólögum. 

Mætum sem flest við Innanríkisráðuneytið í hádeginu og mótmælum þeim vísi að fasisma sem nú er að vaða uppi í samfélaginu í boði Sjálfstæðísflokksins og Framsóknarflokksins! 


mbl.is Mótmælendur bornir af svæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

99% þjóðarinnar er bara nákvæmlega sama um þessa framkvæmd.

Öll tilskilin leyfi eru fengin og þrátt fyrir svakalegan áhuga og ókeypis auglýsingar á þessum mótmælum eru öfáar hræður sem hafa nógu mikinn áhuga á þessu til þess að nenna að mæta.

Þannig að ég blæs bara á þessa dæmalausu þvælu í þér. Mótmælendur eiga bara að virða þær niðurstöður sem réttarríkið kemst að.

stebbi (IP-tala skráð) 22.10.2013 kl. 11:18

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ef þjóðin væri spurð hvort hún vildi nota þessa tvo milljarða fremur í þágu Landspítala myndu sennilega 99% vera fylgjandi því.

Að siga lögreglu á friðsama mótmælendur að kröfu innanríkisráðherra er vísir að innleiðingu fasisma á Íslandi.

Guðjón Sigþór Jensson, 22.10.2013 kl. 11:28

3 identicon

Hefurðu eitthvað fyrir þér í því að innanríkisráðherra hafi krafist þess að lögreglu yrði sigað á mótmælendur ???????

Annars tek ég ekki þátt í þessum hefði ef leik. Ef þjóðin sjálf ætti að forgangsraða ráðstöfun fjármuna væri aldrei samkomulag um eitt né neitt.. hvorki spítala né vegi.

En ég efast ekki um að t.d. listamannalaun yrðu afnumin og sett í spítalann ef þjóðin fengi að ráða.

stebbi (IP-tala skráð) 22.10.2013 kl. 11:37

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Skipun kom frá innanríkisráðherra að tryggja verktaka vinnufrið eins og það er orðað.

Guðjón Sigþór Jensson, 22.10.2013 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 243410

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband