Icesave: In memoriam

Minningagrein Morgunblaðsins um Icesave birtist á dögunum.

Ekki er minnst einu aukateknu orði á þau mistök að blása þetta vandræðamál upp á sínum tíma og í þeim tilgangi einum að grafa undan ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Alltaf var töluverð vissa fyrir því að nægar eignir væru í þrotabúinu og á þeirri vitneskju byggðust samningarnir um Icesave.

Björgvin Guðmundsson viðskiptafræðingur bloggaði á sínum tíma um grófa útreikninga sína hvað töfin við að koma þessu vandræðamáli frá, kostaði íslenska þjóðarbúið. Við hefðum strax getað öðlast betra lánskjara, viðskiptakjara og vaxta hjá erlendum viðsemjendum okkar, undið fyrr ofan af atvinnuleysinu og komið þessum frægu hjólum atvinnulífsins fyrr að snúast.

En meirihluti þjóðarinnar lét glepjast af svartagallsrausinu mikla, stjórnuðu af þeim félögum Sigmundi Davíð, Ólafi Ragnari og öðrum afturhaldsmönnum.

Þetta eru með dýrari afglöpum í sögu Íslendinga fyrr og síðar.

En mikið var að Mogginn hefur lýst málinu lokið og það á farsælan hátt.

Eg bið forláts  að hafa ekki vakið fyrr athygli á þessari mikilsverðu staðreynd, rakst á þetta í Morgunblaðinu á bókasafninu.

Góðar stundir. 


mbl.is 579 milljarðar endurheimst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband